Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. desember 2017 18:30 Þrír eru enn í lífshættu eftir rútuslysið í Eldhrauni í gær en það er það umfangsmesta sem hefur orðið á Suðurlandi á þessari öld. Svæðisstjóri hópferðafyrirtækisins sem á rútuna segir hana hafa verið vel búna til vetraraksturs og uppfyllt öll öryggisskilyrði. Þjóðvegurinn um Eldhraun skammt vestan Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur á níunda tímanum í gærkvöldi þegar búið var að ná rútunni sem valt með um 50 kínverskar ferðamenn í gærmorgun, upp á veg aftur og rannsókn var lokið á vettvangi. Fjörutíu og fjórir farþegar auk bílstjóra og leiðsögumanns voru í rútunni og hefur fréttastofan upplýsingar um að minnsta kosti sex farþeganna hafi kastast út þegar rútan valt og tveir þeirra hafi lent undir henni. Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð látin á vettvangi en 12 voru fluttir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Fimm þeirra þurftu á gjörgæslumeðferð að halda. Í dag eru þrír enn á gjörgæslu, sjö liggja á bráðalegudeild og tveir voru útskrifaðir af spítalanum í gær. Hinir þrjátíu og sex sem voru minna eða ekkert slasaðir voru fluttir fyrst á fjöldahjálparstöð á Klaustri og svo á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Um 300 manns komu að björgunaraðgerðum í gær á einn eða annan hátt og þá eru ekki taldir með þeir almennu borgarar sem hlúðu að hinum slösuðu meðan keðja viðbragðsaðila kom á vettvang sem var nær óslitin frá Hveragerði. Svæðisstjóri Hópferðabíla Akureyrar sem á rútuna segir það hafa verið mikið áfall þegar upplýsingar um slysið fóru að berast. „Við fengum mjög óljósar fréttir af þessu í fyrstu og töldum bara að um árekstur væri að ræða en fréttum síðar bíllinn væri á hliðinni og þá fór okkar starf bara algjörlega í þetta,“ segir Vignir Þór Siggeirsson, svæðisstjóri hjá Hópferðabílum Akureyrar. Vignir segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs en hún var í dagsferð með ferðamennina um Suðurland. „Hún var með neglda hljóðbarða, nýlegir og belti í öllum sætum,“ segir Vignir. Í kjölfar slyssins í gær hafa spottið upp umræður á samfélagsmiðlum um sætisbeltanotkun farþega í hópferðabifreiðum. Vignir segir bílstjóra fyrirtækisins fylgja því eftir að farþegar spenni beltin áður en haldið er af stað. „Eftir að bílstjóri er farinn á ferð, þá hefur hann enga möguleika á að vita hvort fólk sé að losa sig úr beltum eða svoleiðis. Þannig að við brýnum þetta mjög fyrir erlendum hópstjórum að allir séu í beltum,“ segir Vignir.Vitið þið hversu margir voru án belta í gær?„Nei, það er ómöguleg að segja,“ segir Vignir. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn beinist meðal annars að ökuhraða rútunnar áður en hún valt en áður ók hún aftan á fólksbíl í sömu akstursstefnu, sem hugðist beygja til hægri út af veginum. Vignir segir bílstjórann í gær ekki hafa verið undir neinni tímapressu. Slysið í gær er það umfangsmesta á Suðurlandi á þessari öld. Forsvarsmenn Hópferðabíla Akureyrar vilja koma á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila og til annara hópferðabílstjóra sem unnu að björgunarstarfi í gær og segja hug sinn hjá fjölskyldu konunnar sem lést og hjá bílstjóranum og fjölskyldu hans. Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Þrír eru enn í lífshættu eftir rútuslysið í Eldhrauni í gær en það er það umfangsmesta sem hefur orðið á Suðurlandi á þessari öld. Svæðisstjóri hópferðafyrirtækisins sem á rútuna segir hana hafa verið vel búna til vetraraksturs og uppfyllt öll öryggisskilyrði. Þjóðvegurinn um Eldhraun skammt vestan Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur á níunda tímanum í gærkvöldi þegar búið var að ná rútunni sem valt með um 50 kínverskar ferðamenn í gærmorgun, upp á veg aftur og rannsókn var lokið á vettvangi. Fjörutíu og fjórir farþegar auk bílstjóra og leiðsögumanns voru í rútunni og hefur fréttastofan upplýsingar um að minnsta kosti sex farþeganna hafi kastast út þegar rútan valt og tveir þeirra hafi lent undir henni. Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð látin á vettvangi en 12 voru fluttir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Fimm þeirra þurftu á gjörgæslumeðferð að halda. Í dag eru þrír enn á gjörgæslu, sjö liggja á bráðalegudeild og tveir voru útskrifaðir af spítalanum í gær. Hinir þrjátíu og sex sem voru minna eða ekkert slasaðir voru fluttir fyrst á fjöldahjálparstöð á Klaustri og svo á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Um 300 manns komu að björgunaraðgerðum í gær á einn eða annan hátt og þá eru ekki taldir með þeir almennu borgarar sem hlúðu að hinum slösuðu meðan keðja viðbragðsaðila kom á vettvang sem var nær óslitin frá Hveragerði. Svæðisstjóri Hópferðabíla Akureyrar sem á rútuna segir það hafa verið mikið áfall þegar upplýsingar um slysið fóru að berast. „Við fengum mjög óljósar fréttir af þessu í fyrstu og töldum bara að um árekstur væri að ræða en fréttum síðar bíllinn væri á hliðinni og þá fór okkar starf bara algjörlega í þetta,“ segir Vignir Þór Siggeirsson, svæðisstjóri hjá Hópferðabílum Akureyrar. Vignir segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs en hún var í dagsferð með ferðamennina um Suðurland. „Hún var með neglda hljóðbarða, nýlegir og belti í öllum sætum,“ segir Vignir. Í kjölfar slyssins í gær hafa spottið upp umræður á samfélagsmiðlum um sætisbeltanotkun farþega í hópferðabifreiðum. Vignir segir bílstjóra fyrirtækisins fylgja því eftir að farþegar spenni beltin áður en haldið er af stað. „Eftir að bílstjóri er farinn á ferð, þá hefur hann enga möguleika á að vita hvort fólk sé að losa sig úr beltum eða svoleiðis. Þannig að við brýnum þetta mjög fyrir erlendum hópstjórum að allir séu í beltum,“ segir Vignir.Vitið þið hversu margir voru án belta í gær?„Nei, það er ómöguleg að segja,“ segir Vignir. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn beinist meðal annars að ökuhraða rútunnar áður en hún valt en áður ók hún aftan á fólksbíl í sömu akstursstefnu, sem hugðist beygja til hægri út af veginum. Vignir segir bílstjórann í gær ekki hafa verið undir neinni tímapressu. Slysið í gær er það umfangsmesta á Suðurlandi á þessari öld. Forsvarsmenn Hópferðabíla Akureyrar vilja koma á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila og til annara hópferðabílstjóra sem unnu að björgunarstarfi í gær og segja hug sinn hjá fjölskyldu konunnar sem lést og hjá bílstjóranum og fjölskyldu hans.
Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15
Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34
Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15
„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39