„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 08:39 Fjölmargir unnu að björguninni í gær. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. Ætla mætti að farþegar rútunnar sem hafnaði aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi í gær hefðu ekki slasast jafn alvarlega og raun bar vitni hefðu þeir verið spenntir ofan í sætin. „Það sannar sig enn og aftur að bílbeltin geta komið í veg fyrir stórslys,“ segir Guðmundur sem var meðal fyrstu manna á vettvang í gær. Fram hefur komið í fréttaflutningi af slysinu að farþegar hafi kastast til og tveir þeirra lent undir rútunni er hún valt á hliðina. Ljóst er af því, sem og aðkomunni að vettvangi, að sætisbeltanotkun hefur verið verulega ábótavant.Sjá einnig: Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Guðmundur segist ekki skilja hvers vegna farþegar í hópbifreiðum þurfi ekki að nota sætisbelti frekar en þeir vilja - og setur það í samhengi við flugsamgöngur. „Þú ferð ekkert í loftið nema að vera spenntur. Af hverju er það ekki bara eins þegar þú ferð í rútu? Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti,“ segir Guðmundur. „Þetta er mjög skrítið. Maður hugsar þetta oft þegar maður er að senda börnin sín með strætisvagni að það megi standa í strætisvögnum á þjóðvegunum,“ bætir Guðmundur við. „Það er eiginlega alveg furðulegt að það skuli vera næstum komið árið 2018 og beltanotkun í rútum sé ekki almennari en við þekkjum.“ Guðmundur segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðist um Suðausturland á þessum árstíma séu erlendir ferðamenn sem oftar en ekki geri sér enga grein fyrir aðstæðum. Sé því rétt að brýna fyrir öllum sem ferðist um þjóðvegi landsins að huga að aðstæðum og öryggismálum.Rætt var við Fanney Ólöfu Lárusdóttir, sauðfjárbónda og ráðunaut, í Bítinu í morgun en hún þekkir vel aðstæðurnar á Suðurlandi. Spjallið má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. Ætla mætti að farþegar rútunnar sem hafnaði aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi í gær hefðu ekki slasast jafn alvarlega og raun bar vitni hefðu þeir verið spenntir ofan í sætin. „Það sannar sig enn og aftur að bílbeltin geta komið í veg fyrir stórslys,“ segir Guðmundur sem var meðal fyrstu manna á vettvang í gær. Fram hefur komið í fréttaflutningi af slysinu að farþegar hafi kastast til og tveir þeirra lent undir rútunni er hún valt á hliðina. Ljóst er af því, sem og aðkomunni að vettvangi, að sætisbeltanotkun hefur verið verulega ábótavant.Sjá einnig: Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Guðmundur segist ekki skilja hvers vegna farþegar í hópbifreiðum þurfi ekki að nota sætisbelti frekar en þeir vilja - og setur það í samhengi við flugsamgöngur. „Þú ferð ekkert í loftið nema að vera spenntur. Af hverju er það ekki bara eins þegar þú ferð í rútu? Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti,“ segir Guðmundur. „Þetta er mjög skrítið. Maður hugsar þetta oft þegar maður er að senda börnin sín með strætisvagni að það megi standa í strætisvögnum á þjóðvegunum,“ bætir Guðmundur við. „Það er eiginlega alveg furðulegt að það skuli vera næstum komið árið 2018 og beltanotkun í rútum sé ekki almennari en við þekkjum.“ Guðmundur segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðist um Suðausturland á þessum árstíma séu erlendir ferðamenn sem oftar en ekki geri sér enga grein fyrir aðstæðum. Sé því rétt að brýna fyrir öllum sem ferðist um þjóðvegi landsins að huga að aðstæðum og öryggismálum.Rætt var við Fanney Ólöfu Lárusdóttir, sauðfjárbónda og ráðunaut, í Bítinu í morgun en hún þekkir vel aðstæðurnar á Suðurlandi. Spjallið má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11