Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2017 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór „Við höfum verið að fara óformlega yfir hlutina og ég hef verið í samskiptum við fólk,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem tilkynnti á Twitter rétt fyrir klukkan tvö í dag að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög sé hafin. Í samtali við Vísi segir hún mikilvægt að sú vinna verði samræmd á milli ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Að gefnu tilefni er rétt að árétta að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög er hafin.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 2, 2017 Vilja átta sig á heildarmyndinni „Meginmálið er samt að leysa deiluna sem fyrst, það er lang stærsta málið,“ segir Þorgerður Katrín sem er þessa stundina stödd úti í landi þar sem hún hefur rætt við fólk og spurt hvaða áhrif þessi deila hafi. „Hún er ekki síst að hafa áhrif á þjónustufyrirtæki tengd sjávarútvegi.“ Aðspurð hverju slík vinna á að skila og hvort hún muni hjálpa að einhverju leyti til við að leysa þessa kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna svarar Þorgerður að aðallega sé farið í þessa kortlagningu svo hægt sé að átta sig á heildarmyndinni.Sjómenn og útgerðarmenn munu funda á morgun vegna kjaradeilunnar.Vísir/EyþórTalar reglulega við deiluaðila „En menn mega ekki gleyma því að það góða við kvótakerfið er að kvótinn er þarna enn þá. Það á eftir að veiða fiskinn, menn mega ekki gleyma því heldur og menn mega ekki fara alveg af hjörum yfir ástandinu. Það er mikilvægt að menn séu tilbúnir og reiðubúnir og átti sig á stóru myndinni og hvetji deilu aðila til að ljúka þessu máli.“ Hún segist reglulega ræða við deiluaðila og fylgist mjög vel með gangi mála. „Það er alveg ljóst að málið er í hnút en ég vil meina að hann sé ekki óleysanlegur. Menn munu funda á morgun og ég held að þá hljóti menn að setjast niður og átta sig á því hver staða málsins er þá.“Ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda Þorgerður Katrín hefur margoft látið hafa eftir sér að ekki komi til greina að stjórnvöld skipti sér af þessari deilu. Aðspurð hvort að stjórnvöld vinni með einhver tímamörk í því tilliti svarar hún því neitandi. „Þá ertu um leið að segja að þá ætli stjórnvöld að grípa inn í og ég held að það séu ekki góð skilaboð inn í deiluna. Ég er búin að fá frá báðum aðilum að þeir vilja ekki afskipti, þeir vilja leysa þetta. Þeir gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á þeirra herðum. Það er alveg ótvírætt að það er ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda í þessu.“Lilja Alfreðsdóttir hefur hvatt Þorgerði til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.Mynd/StefánLilja hvatt ráðherra til að aðhafast Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur á vettvangi Alþingi að undanförnu hvatt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. Taldi Lilja nauðsynlegt að þjóðhagslega útreikna á tapi vegna verkfalls sjómanna sem hleypur á milljörðum en Lilja tók fram að henni sé annt um að deilan leysist án verkfalls. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Facebook í dag að það ætti að vera öllum ljóst sem vilja horfast í augu við raunveruleikann að verkfall sjómanna getur ekki staðið endalaust.Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Segir ljóst að verkfallið getur ekki staðið endalaust „Tjónið sem orðið hefur er ekki eingöngu sjómanna og útgerðarmanna. Ýmis þjónustufyrirtæki um landið allt eiga nú undir högg að sækja og fjölmörg störf kunna að tapast ef verkfallið dregst frekar á langinn. Harðast kemur þetta niður á mörg hundruð manns í fiskvinnslu sem nauðbeygt hefur verið sett á atvinnuleysisbætur. Þá er ótalið áhrif sem þetta hefur haft á sveitarfélög, aðgengi greinarinnar að erlendum mörkuðum og á endanum á allt efnahagslífið og þar með ríkissjóð og forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Teitur.Alvarlegt þó ýmsir finni það ekki á eigin skinni Hann ítrekaði að alvarleiki málsins sé mikill þó svo að ýmsir, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, finni það ekki enn á eigin skinni. „Þess vegna vænti ég þess og stjórnvöld vinni nú hratt og örugglega að sviðsmyndum og efnahagsgreiningum um áhrif verkfallsins á þjóðarbúið allt og mögulegum viðbragðsáætlunum enda slíkt verið gert af minna tilefni þótt alvarleg hafi verið. En fyrst og síðast er ábyrgð deiluaðila mikil og þeim á að vera ljós þrýstingurinn og krafan um að ná saman og enda þessa deilu.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Brýnt að meta þjóðfélagslegt tap vegna verkfallsins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsókanrflokksins, hefur á vettvangi Alþingis að undanförnu hvatt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. 2. febrúar 2017 13:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
„Við höfum verið að fara óformlega yfir hlutina og ég hef verið í samskiptum við fólk,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem tilkynnti á Twitter rétt fyrir klukkan tvö í dag að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög sé hafin. Í samtali við Vísi segir hún mikilvægt að sú vinna verði samræmd á milli ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Að gefnu tilefni er rétt að árétta að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög er hafin.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 2, 2017 Vilja átta sig á heildarmyndinni „Meginmálið er samt að leysa deiluna sem fyrst, það er lang stærsta málið,“ segir Þorgerður Katrín sem er þessa stundina stödd úti í landi þar sem hún hefur rætt við fólk og spurt hvaða áhrif þessi deila hafi. „Hún er ekki síst að hafa áhrif á þjónustufyrirtæki tengd sjávarútvegi.“ Aðspurð hverju slík vinna á að skila og hvort hún muni hjálpa að einhverju leyti til við að leysa þessa kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna svarar Þorgerður að aðallega sé farið í þessa kortlagningu svo hægt sé að átta sig á heildarmyndinni.Sjómenn og útgerðarmenn munu funda á morgun vegna kjaradeilunnar.Vísir/EyþórTalar reglulega við deiluaðila „En menn mega ekki gleyma því að það góða við kvótakerfið er að kvótinn er þarna enn þá. Það á eftir að veiða fiskinn, menn mega ekki gleyma því heldur og menn mega ekki fara alveg af hjörum yfir ástandinu. Það er mikilvægt að menn séu tilbúnir og reiðubúnir og átti sig á stóru myndinni og hvetji deilu aðila til að ljúka þessu máli.“ Hún segist reglulega ræða við deiluaðila og fylgist mjög vel með gangi mála. „Það er alveg ljóst að málið er í hnút en ég vil meina að hann sé ekki óleysanlegur. Menn munu funda á morgun og ég held að þá hljóti menn að setjast niður og átta sig á því hver staða málsins er þá.“Ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda Þorgerður Katrín hefur margoft látið hafa eftir sér að ekki komi til greina að stjórnvöld skipti sér af þessari deilu. Aðspurð hvort að stjórnvöld vinni með einhver tímamörk í því tilliti svarar hún því neitandi. „Þá ertu um leið að segja að þá ætli stjórnvöld að grípa inn í og ég held að það séu ekki góð skilaboð inn í deiluna. Ég er búin að fá frá báðum aðilum að þeir vilja ekki afskipti, þeir vilja leysa þetta. Þeir gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á þeirra herðum. Það er alveg ótvírætt að það er ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda í þessu.“Lilja Alfreðsdóttir hefur hvatt Þorgerði til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.Mynd/StefánLilja hvatt ráðherra til að aðhafast Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur á vettvangi Alþingi að undanförnu hvatt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. Taldi Lilja nauðsynlegt að þjóðhagslega útreikna á tapi vegna verkfalls sjómanna sem hleypur á milljörðum en Lilja tók fram að henni sé annt um að deilan leysist án verkfalls. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Facebook í dag að það ætti að vera öllum ljóst sem vilja horfast í augu við raunveruleikann að verkfall sjómanna getur ekki staðið endalaust.Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Segir ljóst að verkfallið getur ekki staðið endalaust „Tjónið sem orðið hefur er ekki eingöngu sjómanna og útgerðarmanna. Ýmis þjónustufyrirtæki um landið allt eiga nú undir högg að sækja og fjölmörg störf kunna að tapast ef verkfallið dregst frekar á langinn. Harðast kemur þetta niður á mörg hundruð manns í fiskvinnslu sem nauðbeygt hefur verið sett á atvinnuleysisbætur. Þá er ótalið áhrif sem þetta hefur haft á sveitarfélög, aðgengi greinarinnar að erlendum mörkuðum og á endanum á allt efnahagslífið og þar með ríkissjóð og forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Teitur.Alvarlegt þó ýmsir finni það ekki á eigin skinni Hann ítrekaði að alvarleiki málsins sé mikill þó svo að ýmsir, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, finni það ekki enn á eigin skinni. „Þess vegna vænti ég þess og stjórnvöld vinni nú hratt og örugglega að sviðsmyndum og efnahagsgreiningum um áhrif verkfallsins á þjóðarbúið allt og mögulegum viðbragðsáætlunum enda slíkt verið gert af minna tilefni þótt alvarleg hafi verið. En fyrst og síðast er ábyrgð deiluaðila mikil og þeim á að vera ljós þrýstingurinn og krafan um að ná saman og enda þessa deilu.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Brýnt að meta þjóðfélagslegt tap vegna verkfallsins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsókanrflokksins, hefur á vettvangi Alþingis að undanförnu hvatt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. 2. febrúar 2017 13:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47
Brýnt að meta þjóðfélagslegt tap vegna verkfallsins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsókanrflokksins, hefur á vettvangi Alþingis að undanförnu hvatt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. 2. febrúar 2017 13:30