Maður grunaður er um kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum áfram í gæsluvarðhaldi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2017 19:50 Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur og er talinn hættulegur umhverfi sínu Vísir/Heiða Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum. Maðurinn hlaut einnig árið 1991 tíu mánaða dóm fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þriðju dótturinni, þeirri elstu. Þann 29. nóvember síðastliðinn dæmdi Héraðsdómur Suðurlands manninn í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 27. desember 2017 klukkan 16. Var það gert á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Maðurinn kærði en Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn í dag.Neitar sök í báðum málum Lögreglan á Suðurlandi hefur nú til rannsóknar ætluð kynferðisbrot kærða gegn yngstu dóttur hans þegar hún var fimm til sex ára gömul. Í úrskurðinum kemur fram að rannsóknin sé á lokastigi. Faðirinn var handtekinn þann 31. október en hann neitar sök. Að mati lögreglu er framburður stúlkunnar afar trúverðugur. Ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga frásögn hennar í efa. Framburður föðurins styðji í öllum tilfellum framburð dótturinnar þótt hann neiti sök. Tvö vitni hafa nú sagt frá því að stúlkan hafi sagt þeim frá brotunum. Auk framangreinds máls er til ákærumeðferðar hjá héraðssaksóknara mál þar sem kærða sé gefið að sök að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn næst elstu dóttur sinni þegar hún var fimm til sex ára. Telst málið líklegt til sakfellis en málin eru rannsökuð saman. Allt að sextán ára fangelsi Í gæsluvarðhaldsúrskurði hæstaréttar frá því í dag kemur fram að með vísan til þeirra gagna sem lögð hafa verið fram í málinu er fallist á það mat lögreglustjóra að kærði sé undir sterkum rökstuddum grun um kynferðisbrot gegn tveimur ungum dætrum sínum og er talið að brot hans varði við 194. gr., 200. gr. og 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot hans geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Lögreglustjóri telur að umrædd brot séu þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilefni til almannahagsmuna. Óforsvaranlegt sé að kærði gangi laus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo alvarleg brot og sé hann því hættulegur umhverfi sínu. Í úrskurðinum kemur fram að það stríði gegn réttarvitund almennings gangi hann laus meðan mál hans séu til meðferðar. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Tengdar fréttir Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00 Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Faðirinn á þriggja og níu ára börn til viðbótar við dætur sínar þrjár sem allar segja hann hafa brotið gegn sér. 10. nóvember 2017 16:29 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Faðir á Suðurland er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum. 1. desember 2017 14:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum. Maðurinn hlaut einnig árið 1991 tíu mánaða dóm fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þriðju dótturinni, þeirri elstu. Þann 29. nóvember síðastliðinn dæmdi Héraðsdómur Suðurlands manninn í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 27. desember 2017 klukkan 16. Var það gert á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Maðurinn kærði en Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn í dag.Neitar sök í báðum málum Lögreglan á Suðurlandi hefur nú til rannsóknar ætluð kynferðisbrot kærða gegn yngstu dóttur hans þegar hún var fimm til sex ára gömul. Í úrskurðinum kemur fram að rannsóknin sé á lokastigi. Faðirinn var handtekinn þann 31. október en hann neitar sök. Að mati lögreglu er framburður stúlkunnar afar trúverðugur. Ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga frásögn hennar í efa. Framburður föðurins styðji í öllum tilfellum framburð dótturinnar þótt hann neiti sök. Tvö vitni hafa nú sagt frá því að stúlkan hafi sagt þeim frá brotunum. Auk framangreinds máls er til ákærumeðferðar hjá héraðssaksóknara mál þar sem kærða sé gefið að sök að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn næst elstu dóttur sinni þegar hún var fimm til sex ára. Telst málið líklegt til sakfellis en málin eru rannsökuð saman. Allt að sextán ára fangelsi Í gæsluvarðhaldsúrskurði hæstaréttar frá því í dag kemur fram að með vísan til þeirra gagna sem lögð hafa verið fram í málinu er fallist á það mat lögreglustjóra að kærði sé undir sterkum rökstuddum grun um kynferðisbrot gegn tveimur ungum dætrum sínum og er talið að brot hans varði við 194. gr., 200. gr. og 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot hans geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Lögreglustjóri telur að umrædd brot séu þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilefni til almannahagsmuna. Óforsvaranlegt sé að kærði gangi laus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo alvarleg brot og sé hann því hættulegur umhverfi sínu. Í úrskurðinum kemur fram að það stríði gegn réttarvitund almennings gangi hann laus meðan mál hans séu til meðferðar. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Tengdar fréttir Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00 Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Faðirinn á þriggja og níu ára börn til viðbótar við dætur sínar þrjár sem allar segja hann hafa brotið gegn sér. 10. nóvember 2017 16:29 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Faðir á Suðurland er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum. 1. desember 2017 14:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00
Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27
Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Faðirinn á þriggja og níu ára börn til viðbótar við dætur sínar þrjár sem allar segja hann hafa brotið gegn sér. 10. nóvember 2017 16:29
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Faðir á Suðurland er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum. 1. desember 2017 14:04