Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2017 16:29 Faðirinn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Vísir/Heiða Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar. Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar.
Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27
Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00