Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2017 16:29 Faðirinn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Vísir/Heiða Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar. Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar.
Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27
Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00