Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2017 20:00 Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira