Glapræði að spila fótbolta við landsliðið Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. júní 2017 10:00 Það verður örugglega hart tekist á í portinu við Kex hostel á laugardaginn. Mynd/Ómar Sverrisson Íslenska kvennalandsliðið etur kappi við Knattspyrnufélagið Mjöðm í góðgerðarleik í fúsball á Kexi hosteli á laugardaginn. Viðburðurinn er upphitun fyrir Dag rauða nefsins. Í hálfleik mun Kött Grá Pjé frumflytja lag Dags rauða nefsins á sviði. „Hugmyndin kom í rauninni vegna þess að okkur hafði lengi dreymt um að fá nýja keppnisbúninga fyrir fótboltafélagið okkar og við fengum gott boð á silfurfati – en við fengum boð um það að við gætum fengið búninga frá ítalska fyrirtækinu Macron. Umboðsaðilar Macron á Íslandi vildu styrkja eitthvert gott málefni og kynna þar með sína vöru og leyfa okkur að njóta góðs af því. Tímasetningin passaði vel við Dag rauða nefsins og þeim leist bara mjög vel á þetta,“ segir Björn Teitsson, meðlimur knattspyrnufélagsins Mjaðmar, sem mun etja kappi við íslenska kvennalandsliðið í fúsball í portinu við Kex Hostel á laugardaginn. Viðburðurinn er í boði KexLands og Vodafone fyrir UNICEF en líta má á þennan stórleik sem upphitun fyrir bæði Dag rauða nefsins sem og EM. Fyrir þá sem ekki þekkja er KF Mjöðm knattspyrnufélag skipað hinum ýmsu listaspírum og miðbæjar-bóhemum og hefur félagið verið starfrækt í níu ár.Hvers vegna mætist þið í fúsball en ekki alvöru knattspyrnu? „Ég held að það yrði náttúrulega algjört glapræði að fara inn á völlinn í alvöru leik við landsliðið – bæði væri það mjög niðurlægjandi fyrir okkur og ekki síst algjör óþarfi að vera að hætta á meiðsl hjá okkar fulltrúum á alþjóðavettvangi á næstu mánuðum.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrir landsliðið spili þær Sandra Sigurðardóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Lára Kristín Pedersen. Fyrir KF Mjöðm segir Björn að það sé þétt setinn bekkur og á honum verði m.a. Sindri „Sin Fang“ Már Sigfússon, Örvar Smárason, Högni Egilsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Halldór Armand rithöfundur, Hilmar Guðjónsson leikari og fleiri.Hver er ykkar sterkasti leikmaður? „Ég myndi giska á Sindra – hann er svolítið þesslegur. Hann er með mjúkar hreyfingar og mikla útsjónarsemi.“ Dagskráin verður þannig að fyrir leik mun Högni Egilsson syngja þjóðsönginn af sinni alkunnu snilld og fljótlega eftir það hefjast leikar. Í hálfleik mun Kött Grá Pjé frumflytja lag Dags rauða nefsins – en þess má geta að hann er þekktur fyrir að fara úr buxunum á tónleikum, svo þetta gæti orðið skemmtilegur flutningur. Eftir flutninginn hefst svo seinni hálfleikur en að honum loknum fer fram verðlaunaafhending og síðan verður áframhaldandi fjör í portinu. Gummi Ben og Matti Már munu sjá um að lýsa leiknum. Glænýjar heimsforeldratreyjur KF Mjaðmar verða til sölu í takmörkuðu upplagi á viðburðinum en þær fara í sölu í vefbúð Vodafone í næstu viku.Hér gefur að líta viðburðarsíðuna fyrir leikinn á Facebook. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið etur kappi við Knattspyrnufélagið Mjöðm í góðgerðarleik í fúsball á Kexi hosteli á laugardaginn. Viðburðurinn er upphitun fyrir Dag rauða nefsins. Í hálfleik mun Kött Grá Pjé frumflytja lag Dags rauða nefsins á sviði. „Hugmyndin kom í rauninni vegna þess að okkur hafði lengi dreymt um að fá nýja keppnisbúninga fyrir fótboltafélagið okkar og við fengum gott boð á silfurfati – en við fengum boð um það að við gætum fengið búninga frá ítalska fyrirtækinu Macron. Umboðsaðilar Macron á Íslandi vildu styrkja eitthvert gott málefni og kynna þar með sína vöru og leyfa okkur að njóta góðs af því. Tímasetningin passaði vel við Dag rauða nefsins og þeim leist bara mjög vel á þetta,“ segir Björn Teitsson, meðlimur knattspyrnufélagsins Mjaðmar, sem mun etja kappi við íslenska kvennalandsliðið í fúsball í portinu við Kex Hostel á laugardaginn. Viðburðurinn er í boði KexLands og Vodafone fyrir UNICEF en líta má á þennan stórleik sem upphitun fyrir bæði Dag rauða nefsins sem og EM. Fyrir þá sem ekki þekkja er KF Mjöðm knattspyrnufélag skipað hinum ýmsu listaspírum og miðbæjar-bóhemum og hefur félagið verið starfrækt í níu ár.Hvers vegna mætist þið í fúsball en ekki alvöru knattspyrnu? „Ég held að það yrði náttúrulega algjört glapræði að fara inn á völlinn í alvöru leik við landsliðið – bæði væri það mjög niðurlægjandi fyrir okkur og ekki síst algjör óþarfi að vera að hætta á meiðsl hjá okkar fulltrúum á alþjóðavettvangi á næstu mánuðum.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrir landsliðið spili þær Sandra Sigurðardóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Lára Kristín Pedersen. Fyrir KF Mjöðm segir Björn að það sé þétt setinn bekkur og á honum verði m.a. Sindri „Sin Fang“ Már Sigfússon, Örvar Smárason, Högni Egilsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Halldór Armand rithöfundur, Hilmar Guðjónsson leikari og fleiri.Hver er ykkar sterkasti leikmaður? „Ég myndi giska á Sindra – hann er svolítið þesslegur. Hann er með mjúkar hreyfingar og mikla útsjónarsemi.“ Dagskráin verður þannig að fyrir leik mun Högni Egilsson syngja þjóðsönginn af sinni alkunnu snilld og fljótlega eftir það hefjast leikar. Í hálfleik mun Kött Grá Pjé frumflytja lag Dags rauða nefsins – en þess má geta að hann er þekktur fyrir að fara úr buxunum á tónleikum, svo þetta gæti orðið skemmtilegur flutningur. Eftir flutninginn hefst svo seinni hálfleikur en að honum loknum fer fram verðlaunaafhending og síðan verður áframhaldandi fjör í portinu. Gummi Ben og Matti Már munu sjá um að lýsa leiknum. Glænýjar heimsforeldratreyjur KF Mjaðmar verða til sölu í takmörkuðu upplagi á viðburðinum en þær fara í sölu í vefbúð Vodafone í næstu viku.Hér gefur að líta viðburðarsíðuna fyrir leikinn á Facebook.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning