Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júní 2017 21:27 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. vísir/anton brink Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. „Þetta eru mikil vonbrigði, að ein stærsta þjóð í heimi skuli draga sig út,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, í samtali við Vísi. Hún segir þó um leið að athyglisvert hafi verið að fylgjast með viðbrögðum annarra þjóða í aðdraganda tilkynningarinnar. „Það er jafnframt athyglisvert og gott að sjá að aðrar stærri þjóðir eins og Kína hafa verið að þétta raðirnar með Evrópusambandinu og standa fast á því að við framfylgjum Parísarsamkomulaginu.“Donald Trump er ekki einráður Donald Trump hefur ítrekað gagnrýnt samkomulagið og ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr því virðist ekki hafa komið heimsbyggðinni á óvart. Björt segir mikilvægt að muna að Bandaríkjaforseti sé ekki einráður í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. „Hann er ekki einráður um losun gróðurhúsalofttegunda frá Bandaríkjunum og það sem við höfum verið að sjá er að atvinnulífið er á móti honum. Atvinnuvegir í Kaliforníu og Flórída hafa vitað það að fyrirtæki eiga mjög mikið undir því að vera umhverfisvæn og loftslagsmeðvituð vegna þess að neytendur kjósa slíkar vörur og kjósa að skipta við þannig fyrirtæki.“ Hún bindur miklar vonir við það að Bandaríkjamenn fari ekki á sveif með forsetanum. „Hreinlega út af því að fólk veit betur. Og það er ljóstýra,“ segir Björt. En hvaða áhrif mun úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu hafa á stefnu Íslendinga í loftslagsmálum? „Ísland kvikar ekkert frá sinni stefnu heldur þéttir raðirnar með öðrum, við erum búin að undirrita Parísarsamkomulagið. Ef eitthvað er þá viljum við gera enn betur við þessi tíðindi og vera í enn meira samstarfi við hinar fjölmörgu þjóðir sem átta sig á vandanum,“ segir Björt. „Það er á hreinu að við viljum standa saman í áframhaldinu. Við lýsum yfir vonbrigðum yfir því að Trump hafi tekið þessa ákvörðun. Við höldum ótrauð áfram.“ Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. „Þetta eru mikil vonbrigði, að ein stærsta þjóð í heimi skuli draga sig út,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, í samtali við Vísi. Hún segir þó um leið að athyglisvert hafi verið að fylgjast með viðbrögðum annarra þjóða í aðdraganda tilkynningarinnar. „Það er jafnframt athyglisvert og gott að sjá að aðrar stærri þjóðir eins og Kína hafa verið að þétta raðirnar með Evrópusambandinu og standa fast á því að við framfylgjum Parísarsamkomulaginu.“Donald Trump er ekki einráður Donald Trump hefur ítrekað gagnrýnt samkomulagið og ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr því virðist ekki hafa komið heimsbyggðinni á óvart. Björt segir mikilvægt að muna að Bandaríkjaforseti sé ekki einráður í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. „Hann er ekki einráður um losun gróðurhúsalofttegunda frá Bandaríkjunum og það sem við höfum verið að sjá er að atvinnulífið er á móti honum. Atvinnuvegir í Kaliforníu og Flórída hafa vitað það að fyrirtæki eiga mjög mikið undir því að vera umhverfisvæn og loftslagsmeðvituð vegna þess að neytendur kjósa slíkar vörur og kjósa að skipta við þannig fyrirtæki.“ Hún bindur miklar vonir við það að Bandaríkjamenn fari ekki á sveif með forsetanum. „Hreinlega út af því að fólk veit betur. Og það er ljóstýra,“ segir Björt. En hvaða áhrif mun úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu hafa á stefnu Íslendinga í loftslagsmálum? „Ísland kvikar ekkert frá sinni stefnu heldur þéttir raðirnar með öðrum, við erum búin að undirrita Parísarsamkomulagið. Ef eitthvað er þá viljum við gera enn betur við þessi tíðindi og vera í enn meira samstarfi við hinar fjölmörgu þjóðir sem átta sig á vandanum,“ segir Björt. „Það er á hreinu að við viljum standa saman í áframhaldinu. Við lýsum yfir vonbrigðum yfir því að Trump hafi tekið þessa ákvörðun. Við höldum ótrauð áfram.“
Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37