Tvískinnungur að það megi aka fólki á kjörstað en ekki taka myndir fyrir tónleika Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2017 20:13 Vakan hvetur ungt fólk til að nýta kosningaréttinn og þrátt fyrir athugasemdir frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður, til taka af sér sjálfur fyrir utan kjörstaði og deila myndunum á samfélagsmiðlum. Segja skipuleggjendur Vökunnar að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. Vakan lætur ekki deigan síga þrátt fyrir mótmæli yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður og ætla að halda tónleikunum til streitu. Skora þau jafnframt á ungt fólk að mæta á kjörstað.Mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind til að mótmælaSkipuleggjendur Vökunnar mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind í dag til að mótmæla þeim athugasemdum yfirkjörstjórnarinnar um að ekki mætti verðlauna ungt fólk með tónleikum fyrir að mæta á kjörstað. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn fjölmargra tónlistarmanna sem gefa vinnu sína á tónleikum Vökunnar. Hann las stutta yfirlýsingu frá hópnum fyrir utan utanfundarkjörstaðinn í dag. „Okkar málstaður er göfugur og snýst um að fá ungt fólk til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Við erum ekki að segja ungu fólki hvað það eigi að kjósa, heldur bara að hvetja þau til að nýta kosningaréttinn,“ las Páll Óskar meðal annars upp úr yfirlýsingunni. Vakan teldi það tvískinnung hjá yfirkjörstjórn að banna að bjóða ungu fólki á tónleika fyrir að mynda sig fyrir utan kjörstaði og deila myndunum, á meðan kjósendum hafi í áratugi verið umbunað með því að aka þeim á kjörstað. „Ef yfirkjörstjórn finnst það í lagi að veita fólki þau fríðindi að aka því til og frá kjörstað, en á sama tíma neita ungu fólki um svipaða hvatningu og fríðindi sem þessir tónleikar eru, þá er yfirkjörstjórn að senda tvöföld skilaboð,“ sagði Páll Óskar. Hins vegar árétta aðstandendur Vökunnar að ekki megi taka myndir af sér inni í kjörklefanum eða af kjörseðlinu samkvæmt lögum. Enda getur það ógilt kjörseðilinn.Finnið þið fyrir því að ungt fólk sýnir þessu verkefni áhuga?„Já við finnum mikinn áhuga fyrir því. Við erum glöð að sjá hvað fólk er að taka vel í þetta. Það er mikill byr, mikill stuðningur á bakvið okkur. Þess vegna er svolítið leiðinlegt að það skuli brugðið fyrir okkur fæti með þessu. En skiptir ekki máli, við hvetjum ungt fólk til að koma og kjósa,“ segir Natalie. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Vakan hvetur ungt fólk til að nýta kosningaréttinn og þrátt fyrir athugasemdir frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður, til taka af sér sjálfur fyrir utan kjörstaði og deila myndunum á samfélagsmiðlum. Segja skipuleggjendur Vökunnar að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. Vakan lætur ekki deigan síga þrátt fyrir mótmæli yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður og ætla að halda tónleikunum til streitu. Skora þau jafnframt á ungt fólk að mæta á kjörstað.Mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind til að mótmælaSkipuleggjendur Vökunnar mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind í dag til að mótmæla þeim athugasemdum yfirkjörstjórnarinnar um að ekki mætti verðlauna ungt fólk með tónleikum fyrir að mæta á kjörstað. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn fjölmargra tónlistarmanna sem gefa vinnu sína á tónleikum Vökunnar. Hann las stutta yfirlýsingu frá hópnum fyrir utan utanfundarkjörstaðinn í dag. „Okkar málstaður er göfugur og snýst um að fá ungt fólk til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Við erum ekki að segja ungu fólki hvað það eigi að kjósa, heldur bara að hvetja þau til að nýta kosningaréttinn,“ las Páll Óskar meðal annars upp úr yfirlýsingunni. Vakan teldi það tvískinnung hjá yfirkjörstjórn að banna að bjóða ungu fólki á tónleika fyrir að mynda sig fyrir utan kjörstaði og deila myndunum, á meðan kjósendum hafi í áratugi verið umbunað með því að aka þeim á kjörstað. „Ef yfirkjörstjórn finnst það í lagi að veita fólki þau fríðindi að aka því til og frá kjörstað, en á sama tíma neita ungu fólki um svipaða hvatningu og fríðindi sem þessir tónleikar eru, þá er yfirkjörstjórn að senda tvöföld skilaboð,“ sagði Páll Óskar. Hins vegar árétta aðstandendur Vökunnar að ekki megi taka myndir af sér inni í kjörklefanum eða af kjörseðlinu samkvæmt lögum. Enda getur það ógilt kjörseðilinn.Finnið þið fyrir því að ungt fólk sýnir þessu verkefni áhuga?„Já við finnum mikinn áhuga fyrir því. Við erum glöð að sjá hvað fólk er að taka vel í þetta. Það er mikill byr, mikill stuðningur á bakvið okkur. Þess vegna er svolítið leiðinlegt að það skuli brugðið fyrir okkur fæti með þessu. En skiptir ekki máli, við hvetjum ungt fólk til að koma og kjósa,“ segir Natalie.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira