Segir Óttar ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin bjó til varðandi Arion banka Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. október 2017 19:15 Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Vísir/Ernir Eyjólfsson „Það er áhyggjuefni að ráðherra í ríkisstjórn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin sem hann situr í bjó til varðandi Arion banka.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, í færslu á Facebook síðu sinni og svarar þar Óttari Proppé, formanni Bjartrar Framtíðar. Óttarr sagði fyrr í dag að hann hefði litla trú á kosningaloforðum Miðflokksins um að afhenda öllum Íslendingum til jafns þriðjungshlut í Arion banka. Sagði hann að fyrir sér væri þetta eins og að afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum. „Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé. Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings,” sagði Óttarr. Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, líkti Sigmundi við afgreiðslumann í búð sem reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum.Vísir/Daníel þórYfirráð yfir bönkunum afhent vogunarsjóðunum af óskiljanlegum ástæðum í tíð vinstristjórnarinnarSigmundur segir að yfirráð yfir bönkunum hafi verið af óskiljanlegum ástæðum afhent vogunarsjóðum í tíð hreinu vinstristjórnarinnar og að ríkisstjórn áranna 2013 – 2016 hafi endurheimt yfirráð yfir bönkunum auk framlaga úr slitabúunum. „Landsbankinn vannst í raun í Icesaveslagnum, Íslandsbanki var afhentur ríkinu í heilu lagi og í tilviki Arion banka var ríkinu tryggt óbeint eignarhald og gat leyst hann til sín árið 2018 ef ekki væri búið að selja hann þá,“ skrifar Sigmundur. Þá segir hann að í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar hafi verið tekin algjör U-beygja í málinu. „Ekki aðeins var vogunarsjóðunum leyft að selja sjálfum sér Arionbanka á afslætti (og komast þannig hjá því að láta ríkið hafa eðlilegt verð) heldur fögnuðu ráðherrar yfirtökunni sérstaklega,“ skrifar hann.Ástæða til að virkja forkaupsrétt ríkisins og endurheimta bankann í annað sinnÞá segir Sigmundur að nú sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins. „Sem betur fer höfðum við á sínum tíma sett inn auka neyðarhemil, forkaupsrétt ríkisins, sem nú er ástæða til að virkja og endurheimta bankann fyrir almenning í annað sinn.” Segir Sigmundur því að ríkið þurfi ekki að taka lán fyrir því enda eigi það megnið af því sem greitt er fyrir bankann og sé auk þess að kaupa bankann á afslætti miðað við verðmætin sem í honum eru. „Þannig snýst þetta um að afhenda landsmönnum beint það sem búið verður að endurheimta fyrir þeirra hönd,“ skrifar hann. Tengdar fréttir Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
„Það er áhyggjuefni að ráðherra í ríkisstjórn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin sem hann situr í bjó til varðandi Arion banka.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, í færslu á Facebook síðu sinni og svarar þar Óttari Proppé, formanni Bjartrar Framtíðar. Óttarr sagði fyrr í dag að hann hefði litla trú á kosningaloforðum Miðflokksins um að afhenda öllum Íslendingum til jafns þriðjungshlut í Arion banka. Sagði hann að fyrir sér væri þetta eins og að afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum. „Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé. Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings,” sagði Óttarr. Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, líkti Sigmundi við afgreiðslumann í búð sem reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum.Vísir/Daníel þórYfirráð yfir bönkunum afhent vogunarsjóðunum af óskiljanlegum ástæðum í tíð vinstristjórnarinnarSigmundur segir að yfirráð yfir bönkunum hafi verið af óskiljanlegum ástæðum afhent vogunarsjóðum í tíð hreinu vinstristjórnarinnar og að ríkisstjórn áranna 2013 – 2016 hafi endurheimt yfirráð yfir bönkunum auk framlaga úr slitabúunum. „Landsbankinn vannst í raun í Icesaveslagnum, Íslandsbanki var afhentur ríkinu í heilu lagi og í tilviki Arion banka var ríkinu tryggt óbeint eignarhald og gat leyst hann til sín árið 2018 ef ekki væri búið að selja hann þá,“ skrifar Sigmundur. Þá segir hann að í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar hafi verið tekin algjör U-beygja í málinu. „Ekki aðeins var vogunarsjóðunum leyft að selja sjálfum sér Arionbanka á afslætti (og komast þannig hjá því að láta ríkið hafa eðlilegt verð) heldur fögnuðu ráðherrar yfirtökunni sérstaklega,“ skrifar hann.Ástæða til að virkja forkaupsrétt ríkisins og endurheimta bankann í annað sinnÞá segir Sigmundur að nú sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins. „Sem betur fer höfðum við á sínum tíma sett inn auka neyðarhemil, forkaupsrétt ríkisins, sem nú er ástæða til að virkja og endurheimta bankann fyrir almenning í annað sinn.” Segir Sigmundur því að ríkið þurfi ekki að taka lán fyrir því enda eigi það megnið af því sem greitt er fyrir bankann og sé auk þess að kaupa bankann á afslætti miðað við verðmætin sem í honum eru. „Þannig snýst þetta um að afhenda landsmönnum beint það sem búið verður að endurheimta fyrir þeirra hönd,“ skrifar hann.
Tengdar fréttir Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Hinum kurteisa formanni Bjartar framtíðar er nóg boðið. 24. október 2017 14:41