Útlendingar í iðnnámi hafa minni rétt en nemar í háskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2017 06:00 Chuong Le Bui kom til Íslands árið 2015 og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Yfirmaður hennar á Nauthóli segir það undarlegt að þurfa vera í háskólanámi til að fá námsmannaleyfi. Fréttablaðið/Stefán „Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
„Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira