Kostnaður psoriasis og exemsjúklinga mun margfaldast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2017 20:00 Ný reglugerð um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í heilbrigðisþjónustu sem tekur gildi í maí felur í sér lægri niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu en í staðinn er greiðsluþak. Það þýðir að almennur notandi borgar hærra verð fyrir þjónustuna en að hámarki tæpar sjötíu þúsund krónur á ári. Öryrkjar og aldraðir og börn hafa lægra greiðsluþak. Anja Ísabella Lövenholdt hjá Samtökum Psorisasis og exemsjúklinga bendir á að ljósameðferð fyrir þeirra skjólstæðinga verði margfalt dýrari við breytinguna. „Þetta er verulegur aukakostnaður. Þar sem ríkið hafði áður niðurgreitt 80 prósent en núna þarf sjúklingur sjálfur að borga 90 prósent af heildargjaldinu.“ Að meðaltali þarf sjúklingur að fara tvisvar á ári í ljósameðferð og þá í þrjátíu skipti á stuttum tíma. Alls sextíu skipti á ári. Hingað til hefur meðferðin verið gjaldfrjáls en í mesta lagi rukkað komugjald upp á 265 krónur. Við breytinguna mun hver ljósatími kosta sjúklinginn að meðaltali tvö þúsund krónur. Kostnaðurinn fer því úr 15.900 krónum á ári upp í tæpar sjötíu þúsund krónur - sem er greiðsluþak sjúkratrygginga. Fyrir utan þetta þurfa psoriasis- og exemsjúklingar að borga dýr lyf og kremmeðferðir úr eigin vasa. „Það safnast þegar saman kemur - ef þú ætlar að ná árangri þá snýst það ekki um 2000 kallinn. Heldur snýst þetta um 2000 kallinn í þrjátíu skipti, tvisvar sinnum á ári, alltaf," segir Anja en sjúkdómarnir eru krónískir og því þurfa flestir að stunda þessa meðferð allt lífið. Anja segir mikilvægt að fólk leiti sér meðferðar, bæði til að halda sjúkdómnum sjálfum í skefjum en einnig algengum fylgikvillum eins og liðagigt og andlegum sjúkdómum, en 20-40 prósent psoriasis sjúklinga þjást af þunglyndi og kvíða. „Þetta mun hafa veruleg árhif á marga þjóðfélagshópa og þar á meðal ungt fólk. Við erum hrædd um að það muni hreinlega hætta að sækja sér meðferð." Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Ný reglugerð um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í heilbrigðisþjónustu sem tekur gildi í maí felur í sér lægri niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu en í staðinn er greiðsluþak. Það þýðir að almennur notandi borgar hærra verð fyrir þjónustuna en að hámarki tæpar sjötíu þúsund krónur á ári. Öryrkjar og aldraðir og börn hafa lægra greiðsluþak. Anja Ísabella Lövenholdt hjá Samtökum Psorisasis og exemsjúklinga bendir á að ljósameðferð fyrir þeirra skjólstæðinga verði margfalt dýrari við breytinguna. „Þetta er verulegur aukakostnaður. Þar sem ríkið hafði áður niðurgreitt 80 prósent en núna þarf sjúklingur sjálfur að borga 90 prósent af heildargjaldinu.“ Að meðaltali þarf sjúklingur að fara tvisvar á ári í ljósameðferð og þá í þrjátíu skipti á stuttum tíma. Alls sextíu skipti á ári. Hingað til hefur meðferðin verið gjaldfrjáls en í mesta lagi rukkað komugjald upp á 265 krónur. Við breytinguna mun hver ljósatími kosta sjúklinginn að meðaltali tvö þúsund krónur. Kostnaðurinn fer því úr 15.900 krónum á ári upp í tæpar sjötíu þúsund krónur - sem er greiðsluþak sjúkratrygginga. Fyrir utan þetta þurfa psoriasis- og exemsjúklingar að borga dýr lyf og kremmeðferðir úr eigin vasa. „Það safnast þegar saman kemur - ef þú ætlar að ná árangri þá snýst það ekki um 2000 kallinn. Heldur snýst þetta um 2000 kallinn í þrjátíu skipti, tvisvar sinnum á ári, alltaf," segir Anja en sjúkdómarnir eru krónískir og því þurfa flestir að stunda þessa meðferð allt lífið. Anja segir mikilvægt að fólk leiti sér meðferðar, bæði til að halda sjúkdómnum sjálfum í skefjum en einnig algengum fylgikvillum eins og liðagigt og andlegum sjúkdómum, en 20-40 prósent psoriasis sjúklinga þjást af þunglyndi og kvíða. „Þetta mun hafa veruleg árhif á marga þjóðfélagshópa og þar á meðal ungt fólk. Við erum hrædd um að það muni hreinlega hætta að sækja sér meðferð."
Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira