Kostnaður psoriasis og exemsjúklinga mun margfaldast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2017 20:00 Ný reglugerð um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í heilbrigðisþjónustu sem tekur gildi í maí felur í sér lægri niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu en í staðinn er greiðsluþak. Það þýðir að almennur notandi borgar hærra verð fyrir þjónustuna en að hámarki tæpar sjötíu þúsund krónur á ári. Öryrkjar og aldraðir og börn hafa lægra greiðsluþak. Anja Ísabella Lövenholdt hjá Samtökum Psorisasis og exemsjúklinga bendir á að ljósameðferð fyrir þeirra skjólstæðinga verði margfalt dýrari við breytinguna. „Þetta er verulegur aukakostnaður. Þar sem ríkið hafði áður niðurgreitt 80 prósent en núna þarf sjúklingur sjálfur að borga 90 prósent af heildargjaldinu.“ Að meðaltali þarf sjúklingur að fara tvisvar á ári í ljósameðferð og þá í þrjátíu skipti á stuttum tíma. Alls sextíu skipti á ári. Hingað til hefur meðferðin verið gjaldfrjáls en í mesta lagi rukkað komugjald upp á 265 krónur. Við breytinguna mun hver ljósatími kosta sjúklinginn að meðaltali tvö þúsund krónur. Kostnaðurinn fer því úr 15.900 krónum á ári upp í tæpar sjötíu þúsund krónur - sem er greiðsluþak sjúkratrygginga. Fyrir utan þetta þurfa psoriasis- og exemsjúklingar að borga dýr lyf og kremmeðferðir úr eigin vasa. „Það safnast þegar saman kemur - ef þú ætlar að ná árangri þá snýst það ekki um 2000 kallinn. Heldur snýst þetta um 2000 kallinn í þrjátíu skipti, tvisvar sinnum á ári, alltaf," segir Anja en sjúkdómarnir eru krónískir og því þurfa flestir að stunda þessa meðferð allt lífið. Anja segir mikilvægt að fólk leiti sér meðferðar, bæði til að halda sjúkdómnum sjálfum í skefjum en einnig algengum fylgikvillum eins og liðagigt og andlegum sjúkdómum, en 20-40 prósent psoriasis sjúklinga þjást af þunglyndi og kvíða. „Þetta mun hafa veruleg árhif á marga þjóðfélagshópa og þar á meðal ungt fólk. Við erum hrædd um að það muni hreinlega hætta að sækja sér meðferð." Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Ný reglugerð um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í heilbrigðisþjónustu sem tekur gildi í maí felur í sér lægri niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu en í staðinn er greiðsluþak. Það þýðir að almennur notandi borgar hærra verð fyrir þjónustuna en að hámarki tæpar sjötíu þúsund krónur á ári. Öryrkjar og aldraðir og börn hafa lægra greiðsluþak. Anja Ísabella Lövenholdt hjá Samtökum Psorisasis og exemsjúklinga bendir á að ljósameðferð fyrir þeirra skjólstæðinga verði margfalt dýrari við breytinguna. „Þetta er verulegur aukakostnaður. Þar sem ríkið hafði áður niðurgreitt 80 prósent en núna þarf sjúklingur sjálfur að borga 90 prósent af heildargjaldinu.“ Að meðaltali þarf sjúklingur að fara tvisvar á ári í ljósameðferð og þá í þrjátíu skipti á stuttum tíma. Alls sextíu skipti á ári. Hingað til hefur meðferðin verið gjaldfrjáls en í mesta lagi rukkað komugjald upp á 265 krónur. Við breytinguna mun hver ljósatími kosta sjúklinginn að meðaltali tvö þúsund krónur. Kostnaðurinn fer því úr 15.900 krónum á ári upp í tæpar sjötíu þúsund krónur - sem er greiðsluþak sjúkratrygginga. Fyrir utan þetta þurfa psoriasis- og exemsjúklingar að borga dýr lyf og kremmeðferðir úr eigin vasa. „Það safnast þegar saman kemur - ef þú ætlar að ná árangri þá snýst það ekki um 2000 kallinn. Heldur snýst þetta um 2000 kallinn í þrjátíu skipti, tvisvar sinnum á ári, alltaf," segir Anja en sjúkdómarnir eru krónískir og því þurfa flestir að stunda þessa meðferð allt lífið. Anja segir mikilvægt að fólk leiti sér meðferðar, bæði til að halda sjúkdómnum sjálfum í skefjum en einnig algengum fylgikvillum eins og liðagigt og andlegum sjúkdómum, en 20-40 prósent psoriasis sjúklinga þjást af þunglyndi og kvíða. „Þetta mun hafa veruleg árhif á marga þjóðfélagshópa og þar á meðal ungt fólk. Við erum hrædd um að það muni hreinlega hætta að sækja sér meðferð."
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira