Óbreytt staða í skattamálum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Jafnréttismál og kjör kvennastétta eru áberandi í viðræðum flokkanna um komandi kjaraviðræður. vísir/anton Ekki verður ráðist í skattahækkanir af hálfu þeirrar ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn leitast nú við að mynda. Viðræður flokkanna um málefni eru mjög langt komnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum verða lagðar til hliðar að mestu en breytingar í skattamálum þó áformaðar í tengslum við kjaraviðræður til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins með áherslu á stöðugleika og jöfnuð. Stórátak í jafnréttismálum er einnig rætt af alvöru í tengslum við kjaraviðræðurnar, með áherslu á kjör kvennastétta. Eins og komið hefur ítrekað fram er lögð áhersla á það meðal flokkanna þriggja að einblína á stóru málin og reynt að finna sameiginlegan flöt á þeim en hvorki verður ráðist í grundvallarbreytingar á sjávarútvegs- né landbúnaðarmálum. Stjórnarskrárbreytingar verða ræddar út frá því sem samstaða getur náðst um og viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt þjóðaratkvæðagreiðslur og umhverfis- og auðlindaákvæði. Beðið er með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin. Ljóst er hins vegar að ekki er einhugur um hve mörg ráðuneyti hver og einn flokkur fær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ekki sætta sig við tvö ráðuneyti, enda með helmingi stærri þingflokk en Björt framtíð hafði á síðasta kjörtímabili. Sátt ríkir um að bæði Framsóknarflokkurinn fái þrjú ráðuneyti og Vinstri græn fái þrjú, þar á meðal forsætisráðuneytið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á óbreyttan ráðherrafjölda, það eru sex ráðuneyti, enda eru þeir að gefa eftir forsætisráðuneytið og leggja höfuðáherslu á að þingstyrkur þeirra umfram hina flokkana endurspeglist með einhverjum hætti í stjórninni. Þó herma heimildir blaðsins að Sjálfstæðismenn muni sætta sig við fimm ráðuneyti, fái þeir þau ráðuneyti sem þeir leggja mesta áherslu á. Helst er að vænta ágreinings um ráðherrastóla milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Báðir flokkarnir leggja til að mynda áherslu á að fá utanríkismálin. Framsóknarmenn vilja setja Lilju í utanríkismálin þar sem fjármálaráðuneytið er frátekið fyrir Bjarna. Sjálfstæðismenn leggja hins vegar mikla áherslu á að vera málsvari þjóðarinnar á erlendri grundu með einhverjum hætti og fái þeir hvorki forsætið né embætti forseta Alþingis verði þeir að fá utanríkismálin. Búast má við að viðræður flokkanna gangi hratt næstu daga. Formið á viðræðunum verður þannig að málefnin verða tekin fyrir með skipulegri hætti og kallaðir verða til sérfræðingar úr ráðuneytum og stjórnsýslu til aðstoðar og ráðgjafar í hverju máli fyrir sig. Skipt verður í vinnuhópa þegar stóru línurnar hafa verið dregnar. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn um næstu helgi, samkvæmt löngu boðaðri dagskrá og heimildir blaðsins herma að málefnavinnan í viðræðunum sé það langt komin að stefnt sé að því að stjórnarsáttmáli verði borinn undir atkvæði þar, eins og lög flokksins kveða á um, náist saman með forystumönnum á annað borð. Flokksráð hinna flokkanna tveggja verða einnig kölluð saman um leið og þingflokkar hafa tekið afstöðu til stjórnarsáttmála. Þá má búast við að nýrri ríkisstjórn verði gefið nokkurra daga svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög áður en þing verður kallað saman, líklega upp úr næstu mánaðamótum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Ekki verður ráðist í skattahækkanir af hálfu þeirrar ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn leitast nú við að mynda. Viðræður flokkanna um málefni eru mjög langt komnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum verða lagðar til hliðar að mestu en breytingar í skattamálum þó áformaðar í tengslum við kjaraviðræður til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins með áherslu á stöðugleika og jöfnuð. Stórátak í jafnréttismálum er einnig rætt af alvöru í tengslum við kjaraviðræðurnar, með áherslu á kjör kvennastétta. Eins og komið hefur ítrekað fram er lögð áhersla á það meðal flokkanna þriggja að einblína á stóru málin og reynt að finna sameiginlegan flöt á þeim en hvorki verður ráðist í grundvallarbreytingar á sjávarútvegs- né landbúnaðarmálum. Stjórnarskrárbreytingar verða ræddar út frá því sem samstaða getur náðst um og viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt þjóðaratkvæðagreiðslur og umhverfis- og auðlindaákvæði. Beðið er með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin. Ljóst er hins vegar að ekki er einhugur um hve mörg ráðuneyti hver og einn flokkur fær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ekki sætta sig við tvö ráðuneyti, enda með helmingi stærri þingflokk en Björt framtíð hafði á síðasta kjörtímabili. Sátt ríkir um að bæði Framsóknarflokkurinn fái þrjú ráðuneyti og Vinstri græn fái þrjú, þar á meðal forsætisráðuneytið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á óbreyttan ráðherrafjölda, það eru sex ráðuneyti, enda eru þeir að gefa eftir forsætisráðuneytið og leggja höfuðáherslu á að þingstyrkur þeirra umfram hina flokkana endurspeglist með einhverjum hætti í stjórninni. Þó herma heimildir blaðsins að Sjálfstæðismenn muni sætta sig við fimm ráðuneyti, fái þeir þau ráðuneyti sem þeir leggja mesta áherslu á. Helst er að vænta ágreinings um ráðherrastóla milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Báðir flokkarnir leggja til að mynda áherslu á að fá utanríkismálin. Framsóknarmenn vilja setja Lilju í utanríkismálin þar sem fjármálaráðuneytið er frátekið fyrir Bjarna. Sjálfstæðismenn leggja hins vegar mikla áherslu á að vera málsvari þjóðarinnar á erlendri grundu með einhverjum hætti og fái þeir hvorki forsætið né embætti forseta Alþingis verði þeir að fá utanríkismálin. Búast má við að viðræður flokkanna gangi hratt næstu daga. Formið á viðræðunum verður þannig að málefnin verða tekin fyrir með skipulegri hætti og kallaðir verða til sérfræðingar úr ráðuneytum og stjórnsýslu til aðstoðar og ráðgjafar í hverju máli fyrir sig. Skipt verður í vinnuhópa þegar stóru línurnar hafa verið dregnar. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn um næstu helgi, samkvæmt löngu boðaðri dagskrá og heimildir blaðsins herma að málefnavinnan í viðræðunum sé það langt komin að stefnt sé að því að stjórnarsáttmáli verði borinn undir atkvæði þar, eins og lög flokksins kveða á um, náist saman með forystumönnum á annað borð. Flokksráð hinna flokkanna tveggja verða einnig kölluð saman um leið og þingflokkar hafa tekið afstöðu til stjórnarsáttmála. Þá má búast við að nýrri ríkisstjórn verði gefið nokkurra daga svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög áður en þing verður kallað saman, líklega upp úr næstu mánaðamótum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18