Óvenju mikið álag á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 19:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar millilenti í Eyjum til að fá eldsneyti. Vísir Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. Fyrsta útkallið barst rétt fyrir hádegi þar sem bíll hafði ekið útaf nálægt Kirkjubæjarklaustri. Skömmu síðar var tilkynnt um alvarleg veikindi á Holsvelli og tveimur mínútum síðar var tilkynnt um umferðarslys á Suðurlandsvegi þar sem tveir bílar skullu saman. Allt tiltækt lið var sent á slysstað á Kirkjubæjarklaustri en þá barst útkallið á Hvolsvelli. „Þá kemur útkall ofan á það í Hveragerði sem við þurftum að fá bíl úr Reykjavík til að fara í. Ofan í það kemur annað alvarlegt útkall, sem bíllinn frá Kirkjubæjarklaustri fer í,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, í samtali við Vísi. „Þetta er komið út í að við þurftum að kalla út allsherjarútkall hjá okkur og við þurftum að fá aðstoð frá Reykjavík til að geta sinnt útköllum. Við ætluðum að fá bílinn úr Reykjavík bara til að dekka svæðið okkar á meðan en hann lenti svo í útkalli líka. Þannig að þetta er svona algjörlega í það mesta.“Þyrlan millilenti með sjúkling Styrmir segir að mikið álag hafi einnig verið á lögreglunni og slökkviliði í Vík sem voru einnig send á vettvang umferðarslyssins á Suðurlandsvegi. „Þetta fór betur en á horfðist en engu að síðu einn einstaklingur fluttur með þyrlunni í Fossvog,“ segir Styrmir. Álagið á þyrlu Landhelgisgæslunnar var raun svo mikið að hún þurfti að millilenda í Vestmannaeyjum með einn sjúkling um borð til að fá eldsneyti áður en annar sjúklingur var sóttur. „Þyrlan tekur fyrri sjúklinginn upp á Hellu, fer svo með þann sjúkling með sér til Eyja og tankar og nær í hinn sjúklinginn og flýgur svo með báða í bæinn. Þeir mátu ástandið þannig að sjúklingurinn sem fyrir var, hann var stabíll og þeir töldu þetta vera í lagi.“ Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skógasandi Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi nú á öðrum tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman á veginum. 14. nóvember 2017 13:44 Þyrlu Gæslunnar snúið við í tvígang vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni að sækja slasaða manneskju eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsvegi austan við Skóga á öðrum tímanum í dag. 14. nóvember 2017 14:51 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. Fyrsta útkallið barst rétt fyrir hádegi þar sem bíll hafði ekið útaf nálægt Kirkjubæjarklaustri. Skömmu síðar var tilkynnt um alvarleg veikindi á Holsvelli og tveimur mínútum síðar var tilkynnt um umferðarslys á Suðurlandsvegi þar sem tveir bílar skullu saman. Allt tiltækt lið var sent á slysstað á Kirkjubæjarklaustri en þá barst útkallið á Hvolsvelli. „Þá kemur útkall ofan á það í Hveragerði sem við þurftum að fá bíl úr Reykjavík til að fara í. Ofan í það kemur annað alvarlegt útkall, sem bíllinn frá Kirkjubæjarklaustri fer í,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, í samtali við Vísi. „Þetta er komið út í að við þurftum að kalla út allsherjarútkall hjá okkur og við þurftum að fá aðstoð frá Reykjavík til að geta sinnt útköllum. Við ætluðum að fá bílinn úr Reykjavík bara til að dekka svæðið okkar á meðan en hann lenti svo í útkalli líka. Þannig að þetta er svona algjörlega í það mesta.“Þyrlan millilenti með sjúkling Styrmir segir að mikið álag hafi einnig verið á lögreglunni og slökkviliði í Vík sem voru einnig send á vettvang umferðarslyssins á Suðurlandsvegi. „Þetta fór betur en á horfðist en engu að síðu einn einstaklingur fluttur með þyrlunni í Fossvog,“ segir Styrmir. Álagið á þyrlu Landhelgisgæslunnar var raun svo mikið að hún þurfti að millilenda í Vestmannaeyjum með einn sjúkling um borð til að fá eldsneyti áður en annar sjúklingur var sóttur. „Þyrlan tekur fyrri sjúklinginn upp á Hellu, fer svo með þann sjúkling með sér til Eyja og tankar og nær í hinn sjúklinginn og flýgur svo með báða í bæinn. Þeir mátu ástandið þannig að sjúklingurinn sem fyrir var, hann var stabíll og þeir töldu þetta vera í lagi.“
Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skógasandi Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi nú á öðrum tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman á veginum. 14. nóvember 2017 13:44 Þyrlu Gæslunnar snúið við í tvígang vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni að sækja slasaða manneskju eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsvegi austan við Skóga á öðrum tímanum í dag. 14. nóvember 2017 14:51 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Skógasandi Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi nú á öðrum tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman á veginum. 14. nóvember 2017 13:44
Þyrlu Gæslunnar snúið við í tvígang vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni að sækja slasaða manneskju eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsvegi austan við Skóga á öðrum tímanum í dag. 14. nóvember 2017 14:51