Bayern München er Þýskalandsmeistari fimmta árið í röð. Þetta var ljóst eftir 0-6 stórsigur Bayern á Wolfsburg í dag.
Bayern hefur gengið illa að undanförnu og er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu og þýsku bikarkeppninni.
Liðið sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar í dag og lét leikmenn Wolfsburg finna til tevatnsins.
Robert Lewandowski skoraði tvívegis fyrir Bayern og þeir David Alaba, Arjen Robben, Thomas Müller og Joshua Kimmich sitt markið hver.
Philipp Lahm, fyrirliði Bayern, hefur nú átta sinnum orðið þýskur meistari. Lahm leggur skóna á hilluna eftir tímabilið og kveður með enn einum titlinum.
Bayern meistari fimmta árið í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
