Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 21:43 Amir Shokrgozar, hafði búið á Íslandi í tvö ár, þegar honum var vísað úr landi. Vísir/Skjáskot/GVA Stjórn samtakanna SOLARIS, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hvetur íslensk yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að brottvísa hælisleitandanum Amir Shokrgozar frá Íslandi til Ítalíu og leyfa honum að snúa til baka til Íslands, þar sem hann á heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hafði áður vakið athygli á máli Amir, í Facebook færslu frá því fyrr í dag þar sem hann sagði sögu hans. Þar kom meðal annars fram að Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar, en hann kemur frá Íran þar sem samkynhneigðir geta sætt dauðarefsingu. Hann hafi því flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og til Ítalíu, þar sem hann mátti þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. Benti Andri á að hann hefði verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi, síðastliðin tvö ár, en yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir.Sjá einnig: Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“Í yfirlýsingu frá SOLARIS segir að það sé óásættanlegt og með öllu ómannúðlegt að yfirvöld hafi sent Amir aftur á þann stað sem hann þurfti að upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi. Amir geti af augljósum ástæðum ekki leitað í flóttamannabúðirnar. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að leyfa Amir að koma aftur heim, hann eigi unnusta á Íslandi og hafi meðal annars verið að læra íslensku í Tækniskólanum. Stjórn félagsins minnir á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður meðal annars á um að „hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna.“ Bent er á að undirskriftarsöfnun er hafin, þar sem skorað er á Útlendingastofnun að leyfa Amir að koma heim. Segir í tilkynningunni að því fyrr sem stjórnvöld bregðast við, því minni verði skaðinn fyrir Amir. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stjórn samtakanna SOLARIS, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hvetur íslensk yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að brottvísa hælisleitandanum Amir Shokrgozar frá Íslandi til Ítalíu og leyfa honum að snúa til baka til Íslands, þar sem hann á heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hafði áður vakið athygli á máli Amir, í Facebook færslu frá því fyrr í dag þar sem hann sagði sögu hans. Þar kom meðal annars fram að Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar, en hann kemur frá Íran þar sem samkynhneigðir geta sætt dauðarefsingu. Hann hafi því flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og til Ítalíu, þar sem hann mátti þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. Benti Andri á að hann hefði verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi, síðastliðin tvö ár, en yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir.Sjá einnig: Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“Í yfirlýsingu frá SOLARIS segir að það sé óásættanlegt og með öllu ómannúðlegt að yfirvöld hafi sent Amir aftur á þann stað sem hann þurfti að upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi. Amir geti af augljósum ástæðum ekki leitað í flóttamannabúðirnar. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að leyfa Amir að koma aftur heim, hann eigi unnusta á Íslandi og hafi meðal annars verið að læra íslensku í Tækniskólanum. Stjórn félagsins minnir á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður meðal annars á um að „hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna.“ Bent er á að undirskriftarsöfnun er hafin, þar sem skorað er á Útlendingastofnun að leyfa Amir að koma heim. Segir í tilkynningunni að því fyrr sem stjórnvöld bregðast við, því minni verði skaðinn fyrir Amir.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57