Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 23:57 Sema Erla Serdar. Vísir/Eyþór Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira