Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 23:57 Sema Erla Serdar. Vísir/Eyþór Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira