Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 17:34 Amir Shokrgozar og Andri Snær Magnason. Vísir/Skjáskot/Anton Brink Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869. Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869.
Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira