Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 17:34 Amir Shokrgozar og Andri Snær Magnason. Vísir/Skjáskot/Anton Brink Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869. Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869.
Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira