Vonast til að Alþingi geti komið saman í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:49 Frá upphafi fundarins sem hófst í hádeginu. vísir/ernir Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57
Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00