Hópur Johns Snorra Sigurjónssonar, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, ætlar í fyrramálið að gera tilraun til að komast úr búðum þrjú í fjögur á fjallinu. Afar slæmt veður setti strik í reikninginn í dag og vill hópurinn nú komast á topp fjallsins á fimmtudagsmorgun að íslenskum tíma.
Hópurinn sefur í tjöldum í búðum þrjú núna en ætla meðlimir hans að vakna um miðnætti að íslenskum tíma og gera tilraun til að komast ofar. Þau áform eru háð veðri en hópurinn vill svo gista í efri búðunum í eina nótt. Svo slæmt veður var á fjallinu í dag að ekki var hægt að fara út úr tjöldum og höfðu þó nokkrir klifurgarpar, sem ætluðu að freista þess að klífa K2, hætt við.
Vilja ná lengra upp K2 í dag

Tengdar fréttir

Afar slæmt veður á K2 hjá John Snorra og félögum: „Við komumst ekkert út úr tjöldunum“
John Snorri Sigurjónsson, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, er eins og stendur fastur í búðum þrjú á fjallinu vegna afar slæms veðurs.