Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 19:30 Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“ Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira