Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 19:30 Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“ Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira