Ísrael herðir umdeildar öryggisráðstafanir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 07:00 Palestínumenn í Betlehem mótmæltu aðgerðunum í Jerúsalem harðlega í gær. Vísir/AFP Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira