Íslendingar senda 16,5 milljónir króna til Jemen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2017 14:02 Rauði krossinn á Íslandi hefur átt í samstarfi við Alþjóða Rauða krossinn og aðstoðað við verkefni í Suður-Súdan og Sómalíu og þekkir því vel til aðstæðna í þessum ríkjum. Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi tók í gær ákvörðun um að senda um 16,5 milljónir króna til Jemen í neyðaraðstoð vegna alvarlegs fæðuskorts. Jemen er það ríki sem býr við hvað verst mannúðarástand í heiminum öllum, en ástandið þar hefur ekki verið mikið til umfjöllunar undanfarið að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossinum. Samhliða hefst neyðarsöfnun fyrir Suður-Súdan og Sómalíu vegna alvarlegs fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar, en þegar hefur verið lýst yfir hungursneyð á afmörkuðu svæði í Suður-Súdan. Uppskerubrestur og fæðuskortur eru vegna óreglulegra rigninga og langvarandi þurrka en vopnuð átök sem geisað hafa í þessum löndum hafa einnig sín áhrif. Rauði krossinn á Íslandi hefur átt í samstarfi við Alþjóða Rauða krossinn og aðstoðað við verkefni í Suður-Súdan og Sómalíu og þekkir því vel til aðstæðna í þessum ríkjum. Hjálparbeiðnir hafa verið sendar út frá Alþjóða Rauða krossinum þar sem landsfélög um allan heim voru beðin um að styðja við aðgerðir fyrir fólk sem býr við fæðuskort og hungur og tók Rauði krossinn ákvörðun um að svara því neyðarkalli. „Ástandið er afar slæmt og við verðum að bregðast við og styðja við þessi samfélög. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið að byggja upp m.a. heimili fyrir munaðarlaus börn í Sómalíu og færanlega heilsugæslu og auk þess sent sendifulltrúa til Suður-Súdan sem hafa starfað þar við heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. barna- og mæðravernd. Núna þurfum við að gera enn meira og aðstoða fólk sem stendur frammi fyrir gríðarlegum erfiðleikum vegna fæðuskorts. Ég hef fulla trú á að Íslendingar sýni samstöðu og hjálpi bræðrum okkar og systrum, bæði í Sómalíu og Suður-Súdan. Hvert framlag skiptir mjög miklu máli og getur sannarlega bjargað lífi,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Hægt er að styrkja neyðarsöfnunina með því að senda SMS í númerið 1900 með orðinu TAKK og fara þá 1900 krónur af símreikningi. Auk þess er hægt að borga með AUR appinu í númer 123 788 1717. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi tók í gær ákvörðun um að senda um 16,5 milljónir króna til Jemen í neyðaraðstoð vegna alvarlegs fæðuskorts. Jemen er það ríki sem býr við hvað verst mannúðarástand í heiminum öllum, en ástandið þar hefur ekki verið mikið til umfjöllunar undanfarið að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossinum. Samhliða hefst neyðarsöfnun fyrir Suður-Súdan og Sómalíu vegna alvarlegs fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar, en þegar hefur verið lýst yfir hungursneyð á afmörkuðu svæði í Suður-Súdan. Uppskerubrestur og fæðuskortur eru vegna óreglulegra rigninga og langvarandi þurrka en vopnuð átök sem geisað hafa í þessum löndum hafa einnig sín áhrif. Rauði krossinn á Íslandi hefur átt í samstarfi við Alþjóða Rauða krossinn og aðstoðað við verkefni í Suður-Súdan og Sómalíu og þekkir því vel til aðstæðna í þessum ríkjum. Hjálparbeiðnir hafa verið sendar út frá Alþjóða Rauða krossinum þar sem landsfélög um allan heim voru beðin um að styðja við aðgerðir fyrir fólk sem býr við fæðuskort og hungur og tók Rauði krossinn ákvörðun um að svara því neyðarkalli. „Ástandið er afar slæmt og við verðum að bregðast við og styðja við þessi samfélög. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið að byggja upp m.a. heimili fyrir munaðarlaus börn í Sómalíu og færanlega heilsugæslu og auk þess sent sendifulltrúa til Suður-Súdan sem hafa starfað þar við heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. barna- og mæðravernd. Núna þurfum við að gera enn meira og aðstoða fólk sem stendur frammi fyrir gríðarlegum erfiðleikum vegna fæðuskorts. Ég hef fulla trú á að Íslendingar sýni samstöðu og hjálpi bræðrum okkar og systrum, bæði í Sómalíu og Suður-Súdan. Hvert framlag skiptir mjög miklu máli og getur sannarlega bjargað lífi,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Hægt er að styrkja neyðarsöfnunina með því að senda SMS í númerið 1900 með orðinu TAKK og fara þá 1900 krónur af símreikningi. Auk þess er hægt að borga með AUR appinu í númer 123 788 1717. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira