Stóraukinn ólöglegur innflutningur á mat og tóbaki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 20:00 Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira