Góði úlfurinn á Airwaves Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 15:00 Úlfur Emilio, "Góði úlfurinn“, fyrir framan heimili sitt í Norðurmýrinni. Visir/Vilhelm Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“ Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira
Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“
Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira