Góði úlfurinn á Airwaves Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 15:00 Úlfur Emilio, "Góði úlfurinn“, fyrir framan heimili sitt í Norðurmýrinni. Visir/Vilhelm Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira