Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:00 Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“ Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“
Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00