Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 14:37 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra vill athuga hvort seinka eigi klukkunni hér á landi. Hann þyrfti þá að stilla Elvis klukkuna sem sést í bakgrunni upp á nýtt. Vísir/Stefán Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að miðað við sólargang og legu landsins er klukkan á Íslandi of fljót. Nokkuð hefur verið fjallað um að þessi munur skekki þær upplýsingar sem lífsklukkan nýtir til að samhæfa starfsemi líkamans eftir vöku- og svefntíma. Þetta valdi því sem kallað er klukkuþreyta sem hefur neikvæð áhrif á svefnvenjur. En slæmar svefnvenjur auka líkur á ýmsum heilbrigðisvandamálum, til dæmis offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Þingsályktunartillaga um seinkun klukkunnar hér á landi um eina klukkustund var lögð fram á Alþingi árið 2015 en hlaut ekki efnislega umfjöllun. Starfshópurinn á að skila ráðherra minnisblaði með niðurstöðum sínum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Formaður starfshópsins er Ásthildur Knútsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. Aðrir í hópnum eru Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands, Erla Björnsdóttir sálfræðingur, stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri svefns og Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að miðað við sólargang og legu landsins er klukkan á Íslandi of fljót. Nokkuð hefur verið fjallað um að þessi munur skekki þær upplýsingar sem lífsklukkan nýtir til að samhæfa starfsemi líkamans eftir vöku- og svefntíma. Þetta valdi því sem kallað er klukkuþreyta sem hefur neikvæð áhrif á svefnvenjur. En slæmar svefnvenjur auka líkur á ýmsum heilbrigðisvandamálum, til dæmis offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Þingsályktunartillaga um seinkun klukkunnar hér á landi um eina klukkustund var lögð fram á Alþingi árið 2015 en hlaut ekki efnislega umfjöllun. Starfshópurinn á að skila ráðherra minnisblaði með niðurstöðum sínum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Formaður starfshópsins er Ásthildur Knútsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. Aðrir í hópnum eru Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands, Erla Björnsdóttir sálfræðingur, stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri svefns og Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira