Enginn ætti að hafa kveikt á jólaseríu á nóttunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2017 21:34 Landsmenn eru hvattir til að skipta um rafhlöður í reykskynjurum sínum föstudaginn 1. desember sem er dagur reykskynjarans. Þá ætti enginn að hafa kveikt á jólaseríum á nóttunni. Þetta kom meðal annars fram við setningu eldvarnarátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Selfossi í dag. Brunabjöllurnar glumdu í Sunnulækjarskóla á Selfossi við setningu eldvarnarátaksins og hófst þegar rýming þeirra 670 nemenda sem eru í skólanum. Krökkunum var safnað saman á sérstök svæði á útisvæði við skólann þar sem fór fram manntal og annað sem gera þarf við rýmingu sem þessa. Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er árlegt þegar líður að jólum. „Þetta snýst um að passa upp á heimili sitt, að allir séu með reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnarteppi og þess háttar,“ sagði Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna. Þegar formlegheitunum var lokað var farið til nemenda í þriðja bekk þar sem þau fengu fræðslu um eldvarnir og hvað ber að varast svo það kvikni ekki í. Bæjarstjórinn í Árborg var með fræðslu um reykskynjara en föstudagurinn 1. desember verður dagur reykskynjarans. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar þegar það er aðeins um mánuður til jóla þegar eldvarnir eru annars vegar. Það á til dæmis ekki að vera kveikt á jólaseríum á nóttunni. „Við eigum ekki að vera með neitt sem er með rafmagni í gangi þegar við erum sofandi. Rafmagn framleiðir hita og það er hitinn sem getur kveikt í hlutum,“ segir Haukur Gronli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Nemendur Sunnulækjarskóla eru vel meðvituðum um hvað þarf að passa á heimilum. „Að halda augunum á jólakertunum og ljósunum,“ segir Daníel Breki Sigvaldason. „Og slökkva á þeim þegar við förum að heiman eða erum sofandi,“ segir Agnes Ísabella Jónasdóttir. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landsmenn eru hvattir til að skipta um rafhlöður í reykskynjurum sínum föstudaginn 1. desember sem er dagur reykskynjarans. Þá ætti enginn að hafa kveikt á jólaseríum á nóttunni. Þetta kom meðal annars fram við setningu eldvarnarátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Selfossi í dag. Brunabjöllurnar glumdu í Sunnulækjarskóla á Selfossi við setningu eldvarnarátaksins og hófst þegar rýming þeirra 670 nemenda sem eru í skólanum. Krökkunum var safnað saman á sérstök svæði á útisvæði við skólann þar sem fór fram manntal og annað sem gera þarf við rýmingu sem þessa. Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er árlegt þegar líður að jólum. „Þetta snýst um að passa upp á heimili sitt, að allir séu með reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnarteppi og þess háttar,“ sagði Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna. Þegar formlegheitunum var lokað var farið til nemenda í þriðja bekk þar sem þau fengu fræðslu um eldvarnir og hvað ber að varast svo það kvikni ekki í. Bæjarstjórinn í Árborg var með fræðslu um reykskynjara en föstudagurinn 1. desember verður dagur reykskynjarans. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar þegar það er aðeins um mánuður til jóla þegar eldvarnir eru annars vegar. Það á til dæmis ekki að vera kveikt á jólaseríum á nóttunni. „Við eigum ekki að vera með neitt sem er með rafmagni í gangi þegar við erum sofandi. Rafmagn framleiðir hita og það er hitinn sem getur kveikt í hlutum,“ segir Haukur Gronli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Nemendur Sunnulækjarskóla eru vel meðvituðum um hvað þarf að passa á heimilum. „Að halda augunum á jólakertunum og ljósunum,“ segir Daníel Breki Sigvaldason. „Og slökkva á þeim þegar við förum að heiman eða erum sofandi,“ segir Agnes Ísabella Jónasdóttir.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira