Enginn ætti að hafa kveikt á jólaseríu á nóttunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2017 21:34 Landsmenn eru hvattir til að skipta um rafhlöður í reykskynjurum sínum föstudaginn 1. desember sem er dagur reykskynjarans. Þá ætti enginn að hafa kveikt á jólaseríum á nóttunni. Þetta kom meðal annars fram við setningu eldvarnarátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Selfossi í dag. Brunabjöllurnar glumdu í Sunnulækjarskóla á Selfossi við setningu eldvarnarátaksins og hófst þegar rýming þeirra 670 nemenda sem eru í skólanum. Krökkunum var safnað saman á sérstök svæði á útisvæði við skólann þar sem fór fram manntal og annað sem gera þarf við rýmingu sem þessa. Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er árlegt þegar líður að jólum. „Þetta snýst um að passa upp á heimili sitt, að allir séu með reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnarteppi og þess háttar,“ sagði Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna. Þegar formlegheitunum var lokað var farið til nemenda í þriðja bekk þar sem þau fengu fræðslu um eldvarnir og hvað ber að varast svo það kvikni ekki í. Bæjarstjórinn í Árborg var með fræðslu um reykskynjara en föstudagurinn 1. desember verður dagur reykskynjarans. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar þegar það er aðeins um mánuður til jóla þegar eldvarnir eru annars vegar. Það á til dæmis ekki að vera kveikt á jólaseríum á nóttunni. „Við eigum ekki að vera með neitt sem er með rafmagni í gangi þegar við erum sofandi. Rafmagn framleiðir hita og það er hitinn sem getur kveikt í hlutum,“ segir Haukur Gronli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Nemendur Sunnulækjarskóla eru vel meðvituðum um hvað þarf að passa á heimilum. „Að halda augunum á jólakertunum og ljósunum,“ segir Daníel Breki Sigvaldason. „Og slökkva á þeim þegar við förum að heiman eða erum sofandi,“ segir Agnes Ísabella Jónasdóttir. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Landsmenn eru hvattir til að skipta um rafhlöður í reykskynjurum sínum föstudaginn 1. desember sem er dagur reykskynjarans. Þá ætti enginn að hafa kveikt á jólaseríum á nóttunni. Þetta kom meðal annars fram við setningu eldvarnarátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Selfossi í dag. Brunabjöllurnar glumdu í Sunnulækjarskóla á Selfossi við setningu eldvarnarátaksins og hófst þegar rýming þeirra 670 nemenda sem eru í skólanum. Krökkunum var safnað saman á sérstök svæði á útisvæði við skólann þar sem fór fram manntal og annað sem gera þarf við rýmingu sem þessa. Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er árlegt þegar líður að jólum. „Þetta snýst um að passa upp á heimili sitt, að allir séu með reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnarteppi og þess háttar,“ sagði Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna. Þegar formlegheitunum var lokað var farið til nemenda í þriðja bekk þar sem þau fengu fræðslu um eldvarnir og hvað ber að varast svo það kvikni ekki í. Bæjarstjórinn í Árborg var með fræðslu um reykskynjara en föstudagurinn 1. desember verður dagur reykskynjarans. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar þegar það er aðeins um mánuður til jóla þegar eldvarnir eru annars vegar. Það á til dæmis ekki að vera kveikt á jólaseríum á nóttunni. „Við eigum ekki að vera með neitt sem er með rafmagni í gangi þegar við erum sofandi. Rafmagn framleiðir hita og það er hitinn sem getur kveikt í hlutum,“ segir Haukur Gronli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Nemendur Sunnulækjarskóla eru vel meðvituðum um hvað þarf að passa á heimilum. „Að halda augunum á jólakertunum og ljósunum,“ segir Daníel Breki Sigvaldason. „Og slökkva á þeim þegar við förum að heiman eða erum sofandi,“ segir Agnes Ísabella Jónasdóttir.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira