Ríkissaksóknari telur álitamál hvort dómarar hafi verið hæfir Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2017 20:00 Ríkissaksóknari telur að álitamál séu um hvort tveir dómarar hafi verið hæfir til að dæma í máli fyrrverandi stjórnenda Landsbankans vegna hlutabréfaeignar þeirra í bankanum. Þetta kemur fram í viðbrögðum hans við erindi endurupptökunefndar. Hinn 8. október 2015 kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í svokölluðu Imon-máli en í málinu voru Sigurjón Þ. Árnason og tveir aðrir fyrrverandi stjórnendur hjá Landsbankanum dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik. Með dómi Hæstaréttar í öðru máli hinn 4. febrúar 2016 voru Sigurjón og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn Landsbankans svo sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun. Á meðal þeirra dómara sem dæmdu í báðum þessum málum í Hætsarétti voru Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson. Um ári síðar var greint frá því að þeir Eiríkur og Viðar Már hefðu átt hlutabréf í Landsbanka Íslands fyrir banka- og gjaldeyrishrunið. DV greindi frá því 9. desember í fyrra að samanlagt tap þeirra vegna hlutafjáreignar sinnar í Landsbankanum hefði numið 11 milljónum króna. Þetta eru upplýsingar sem lágu ekki fyrir þegar kveðnir voru upp dómar í þessum málum. Verjendur Sigurjóns og hinna ákærðu í þessum málum hreyfðu því aldrei athugasemdum um ætlað vanhæfi dómaranna. Í 6. gr. laga um meðferð sakamála er fjallað um vanhæfi dómara. Þar segir: „Dómari, þar á meðal meðdómsmaður, er vanhæfur til að fara með mál ef: fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.“ Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari víkur að hlutabréfaeign dómaranna og ætluðu vanhæfi þeirra í nýrri bók sinni, Með lognið í fangið. Hann segir engan vafa á því að Eiríkur og Viðar Már hafi verið vanhæfir til að dæma í máli fyrrverandi stjórnenda Landsbankans. „Ef að þessir menn, sem svona stendur á um, eru ekki vanhæfir til þess að dæma svona mál, þá liggur við að segja að vanhæfi er varla til,“ segir Jón Steinar í viðtali við fréttastofuna. Bréf ríkissaksóknara þar sem hann bregst við erindi um endurpptöku mála fyrrverandi stjórnenda Landsbankans.Sigurjón Þ. Árnason beindi erindi til endurupptökunefndar og sendi síðan annað erindi vegna vanhæfis dómaranna eftir að greint var frá hlutafjáreign þeirra. Hinn 30. mars á þessu ári brást embætti ríkissaksóknara við erindi endurupptökunefndar vegna ætlaðs vanhæfis dómaranna tveggja. Í bréfi embættis ríkissaksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir: „Ríkissaksóknari tekur undir með dæmdu að það að dómararnir tveir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson hafi átt hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á þeim tíma sem atvik í málum nr. 456/2014 og nr. 842/2014 áttu sér stað og þegar bankinn féll, kallaði á að dómararnir mætu hæfu sitt til að taka sæti í dómi í málunum. Álitamál eru um hvort þeir séu að lögum hæfir til að sitja í dómi í þeim séu upplýsingar um hlutabréfaeign þeirra í Landsbanka Íslands hf. réttar.“ Síðar segir í bréfinu, sem er undirritað af Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara fyrir hönd embættisins: „Ef að endurupptökunefnd á að fjalla um vanhæfi umræddra tveggja dómara til að taka sæti í dómnum verður það ekki gert nema með því að nefndin taki upp hjá sér að komast að annarri niðurstöðu um hæfi dómaranna, en þeir komust að sjálfir þegar þeir tóku sæti í dómnum.“ Beiðni Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku framangreindra mála hefur hins vegar ekki verið afgreitt af endurupptökunefnd því skipun eins nefndarmanns rann út af Alþingi 16. maí á þessu ári og Alþingi gleymdi að kjósa nýjan í hans stað. Þá vék einn nefndarmaður, Ásgerður Ragnarsdóttir, sæti vegna vanhæfis. Varamaður hennar, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor, hafði ekki tök að á taka sæti í málinu vegna dvalar erlendis. Óvíst er því hvenær nefndin mun taka ákvörðun í málinu. Ætlað vanhæfi dómaranna tveggja var á meðal þess sem var til umfjöllunar í viðtali Vísis við Jón Steinar Gunnlaugsson í tilefni af útkomu nýrrar bókar hans. Viðtalið má nálgast í heild hér fyrir neðan. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Ríkissaksóknari telur að álitamál séu um hvort tveir dómarar hafi verið hæfir til að dæma í máli fyrrverandi stjórnenda Landsbankans vegna hlutabréfaeignar þeirra í bankanum. Þetta kemur fram í viðbrögðum hans við erindi endurupptökunefndar. Hinn 8. október 2015 kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í svokölluðu Imon-máli en í málinu voru Sigurjón Þ. Árnason og tveir aðrir fyrrverandi stjórnendur hjá Landsbankanum dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik. Með dómi Hæstaréttar í öðru máli hinn 4. febrúar 2016 voru Sigurjón og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn Landsbankans svo sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun. Á meðal þeirra dómara sem dæmdu í báðum þessum málum í Hætsarétti voru Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson. Um ári síðar var greint frá því að þeir Eiríkur og Viðar Már hefðu átt hlutabréf í Landsbanka Íslands fyrir banka- og gjaldeyrishrunið. DV greindi frá því 9. desember í fyrra að samanlagt tap þeirra vegna hlutafjáreignar sinnar í Landsbankanum hefði numið 11 milljónum króna. Þetta eru upplýsingar sem lágu ekki fyrir þegar kveðnir voru upp dómar í þessum málum. Verjendur Sigurjóns og hinna ákærðu í þessum málum hreyfðu því aldrei athugasemdum um ætlað vanhæfi dómaranna. Í 6. gr. laga um meðferð sakamála er fjallað um vanhæfi dómara. Þar segir: „Dómari, þar á meðal meðdómsmaður, er vanhæfur til að fara með mál ef: fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.“ Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari víkur að hlutabréfaeign dómaranna og ætluðu vanhæfi þeirra í nýrri bók sinni, Með lognið í fangið. Hann segir engan vafa á því að Eiríkur og Viðar Már hafi verið vanhæfir til að dæma í máli fyrrverandi stjórnenda Landsbankans. „Ef að þessir menn, sem svona stendur á um, eru ekki vanhæfir til þess að dæma svona mál, þá liggur við að segja að vanhæfi er varla til,“ segir Jón Steinar í viðtali við fréttastofuna. Bréf ríkissaksóknara þar sem hann bregst við erindi um endurpptöku mála fyrrverandi stjórnenda Landsbankans.Sigurjón Þ. Árnason beindi erindi til endurupptökunefndar og sendi síðan annað erindi vegna vanhæfis dómaranna eftir að greint var frá hlutafjáreign þeirra. Hinn 30. mars á þessu ári brást embætti ríkissaksóknara við erindi endurupptökunefndar vegna ætlaðs vanhæfis dómaranna tveggja. Í bréfi embættis ríkissaksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir: „Ríkissaksóknari tekur undir með dæmdu að það að dómararnir tveir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson hafi átt hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á þeim tíma sem atvik í málum nr. 456/2014 og nr. 842/2014 áttu sér stað og þegar bankinn féll, kallaði á að dómararnir mætu hæfu sitt til að taka sæti í dómi í málunum. Álitamál eru um hvort þeir séu að lögum hæfir til að sitja í dómi í þeim séu upplýsingar um hlutabréfaeign þeirra í Landsbanka Íslands hf. réttar.“ Síðar segir í bréfinu, sem er undirritað af Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara fyrir hönd embættisins: „Ef að endurupptökunefnd á að fjalla um vanhæfi umræddra tveggja dómara til að taka sæti í dómnum verður það ekki gert nema með því að nefndin taki upp hjá sér að komast að annarri niðurstöðu um hæfi dómaranna, en þeir komust að sjálfir þegar þeir tóku sæti í dómnum.“ Beiðni Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku framangreindra mála hefur hins vegar ekki verið afgreitt af endurupptökunefnd því skipun eins nefndarmanns rann út af Alþingi 16. maí á þessu ári og Alþingi gleymdi að kjósa nýjan í hans stað. Þá vék einn nefndarmaður, Ásgerður Ragnarsdóttir, sæti vegna vanhæfis. Varamaður hennar, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor, hafði ekki tök að á taka sæti í málinu vegna dvalar erlendis. Óvíst er því hvenær nefndin mun taka ákvörðun í málinu. Ætlað vanhæfi dómaranna tveggja var á meðal þess sem var til umfjöllunar í viðtali Vísis við Jón Steinar Gunnlaugsson í tilefni af útkomu nýrrar bókar hans. Viðtalið má nálgast í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira