Ríkissaksóknari telur álitamál hvort dómarar hafi verið hæfir Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2017 20:00 Ríkissaksóknari telur að álitamál séu um hvort tveir dómarar hafi verið hæfir til að dæma í máli fyrrverandi stjórnenda Landsbankans vegna hlutabréfaeignar þeirra í bankanum. Þetta kemur fram í viðbrögðum hans við erindi endurupptökunefndar. Hinn 8. október 2015 kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í svokölluðu Imon-máli en í málinu voru Sigurjón Þ. Árnason og tveir aðrir fyrrverandi stjórnendur hjá Landsbankanum dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik. Með dómi Hæstaréttar í öðru máli hinn 4. febrúar 2016 voru Sigurjón og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn Landsbankans svo sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun. Á meðal þeirra dómara sem dæmdu í báðum þessum málum í Hætsarétti voru Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson. Um ári síðar var greint frá því að þeir Eiríkur og Viðar Már hefðu átt hlutabréf í Landsbanka Íslands fyrir banka- og gjaldeyrishrunið. DV greindi frá því 9. desember í fyrra að samanlagt tap þeirra vegna hlutafjáreignar sinnar í Landsbankanum hefði numið 11 milljónum króna. Þetta eru upplýsingar sem lágu ekki fyrir þegar kveðnir voru upp dómar í þessum málum. Verjendur Sigurjóns og hinna ákærðu í þessum málum hreyfðu því aldrei athugasemdum um ætlað vanhæfi dómaranna. Í 6. gr. laga um meðferð sakamála er fjallað um vanhæfi dómara. Þar segir: „Dómari, þar á meðal meðdómsmaður, er vanhæfur til að fara með mál ef: fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.“ Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari víkur að hlutabréfaeign dómaranna og ætluðu vanhæfi þeirra í nýrri bók sinni, Með lognið í fangið. Hann segir engan vafa á því að Eiríkur og Viðar Már hafi verið vanhæfir til að dæma í máli fyrrverandi stjórnenda Landsbankans. „Ef að þessir menn, sem svona stendur á um, eru ekki vanhæfir til þess að dæma svona mál, þá liggur við að segja að vanhæfi er varla til,“ segir Jón Steinar í viðtali við fréttastofuna. Bréf ríkissaksóknara þar sem hann bregst við erindi um endurpptöku mála fyrrverandi stjórnenda Landsbankans.Sigurjón Þ. Árnason beindi erindi til endurupptökunefndar og sendi síðan annað erindi vegna vanhæfis dómaranna eftir að greint var frá hlutafjáreign þeirra. Hinn 30. mars á þessu ári brást embætti ríkissaksóknara við erindi endurupptökunefndar vegna ætlaðs vanhæfis dómaranna tveggja. Í bréfi embættis ríkissaksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir: „Ríkissaksóknari tekur undir með dæmdu að það að dómararnir tveir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson hafi átt hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á þeim tíma sem atvik í málum nr. 456/2014 og nr. 842/2014 áttu sér stað og þegar bankinn féll, kallaði á að dómararnir mætu hæfu sitt til að taka sæti í dómi í málunum. Álitamál eru um hvort þeir séu að lögum hæfir til að sitja í dómi í þeim séu upplýsingar um hlutabréfaeign þeirra í Landsbanka Íslands hf. réttar.“ Síðar segir í bréfinu, sem er undirritað af Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara fyrir hönd embættisins: „Ef að endurupptökunefnd á að fjalla um vanhæfi umræddra tveggja dómara til að taka sæti í dómnum verður það ekki gert nema með því að nefndin taki upp hjá sér að komast að annarri niðurstöðu um hæfi dómaranna, en þeir komust að sjálfir þegar þeir tóku sæti í dómnum.“ Beiðni Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku framangreindra mála hefur hins vegar ekki verið afgreitt af endurupptökunefnd því skipun eins nefndarmanns rann út af Alþingi 16. maí á þessu ári og Alþingi gleymdi að kjósa nýjan í hans stað. Þá vék einn nefndarmaður, Ásgerður Ragnarsdóttir, sæti vegna vanhæfis. Varamaður hennar, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor, hafði ekki tök að á taka sæti í málinu vegna dvalar erlendis. Óvíst er því hvenær nefndin mun taka ákvörðun í málinu. Ætlað vanhæfi dómaranna tveggja var á meðal þess sem var til umfjöllunar í viðtali Vísis við Jón Steinar Gunnlaugsson í tilefni af útkomu nýrrar bókar hans. Viðtalið má nálgast í heild hér fyrir neðan. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Ríkissaksóknari telur að álitamál séu um hvort tveir dómarar hafi verið hæfir til að dæma í máli fyrrverandi stjórnenda Landsbankans vegna hlutabréfaeignar þeirra í bankanum. Þetta kemur fram í viðbrögðum hans við erindi endurupptökunefndar. Hinn 8. október 2015 kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í svokölluðu Imon-máli en í málinu voru Sigurjón Þ. Árnason og tveir aðrir fyrrverandi stjórnendur hjá Landsbankanum dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik. Með dómi Hæstaréttar í öðru máli hinn 4. febrúar 2016 voru Sigurjón og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn Landsbankans svo sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun. Á meðal þeirra dómara sem dæmdu í báðum þessum málum í Hætsarétti voru Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson. Um ári síðar var greint frá því að þeir Eiríkur og Viðar Már hefðu átt hlutabréf í Landsbanka Íslands fyrir banka- og gjaldeyrishrunið. DV greindi frá því 9. desember í fyrra að samanlagt tap þeirra vegna hlutafjáreignar sinnar í Landsbankanum hefði numið 11 milljónum króna. Þetta eru upplýsingar sem lágu ekki fyrir þegar kveðnir voru upp dómar í þessum málum. Verjendur Sigurjóns og hinna ákærðu í þessum málum hreyfðu því aldrei athugasemdum um ætlað vanhæfi dómaranna. Í 6. gr. laga um meðferð sakamála er fjallað um vanhæfi dómara. Þar segir: „Dómari, þar á meðal meðdómsmaður, er vanhæfur til að fara með mál ef: fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.“ Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari víkur að hlutabréfaeign dómaranna og ætluðu vanhæfi þeirra í nýrri bók sinni, Með lognið í fangið. Hann segir engan vafa á því að Eiríkur og Viðar Már hafi verið vanhæfir til að dæma í máli fyrrverandi stjórnenda Landsbankans. „Ef að þessir menn, sem svona stendur á um, eru ekki vanhæfir til þess að dæma svona mál, þá liggur við að segja að vanhæfi er varla til,“ segir Jón Steinar í viðtali við fréttastofuna. Bréf ríkissaksóknara þar sem hann bregst við erindi um endurpptöku mála fyrrverandi stjórnenda Landsbankans.Sigurjón Þ. Árnason beindi erindi til endurupptökunefndar og sendi síðan annað erindi vegna vanhæfis dómaranna eftir að greint var frá hlutafjáreign þeirra. Hinn 30. mars á þessu ári brást embætti ríkissaksóknara við erindi endurupptökunefndar vegna ætlaðs vanhæfis dómaranna tveggja. Í bréfi embættis ríkissaksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir: „Ríkissaksóknari tekur undir með dæmdu að það að dómararnir tveir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson hafi átt hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á þeim tíma sem atvik í málum nr. 456/2014 og nr. 842/2014 áttu sér stað og þegar bankinn féll, kallaði á að dómararnir mætu hæfu sitt til að taka sæti í dómi í málunum. Álitamál eru um hvort þeir séu að lögum hæfir til að sitja í dómi í þeim séu upplýsingar um hlutabréfaeign þeirra í Landsbanka Íslands hf. réttar.“ Síðar segir í bréfinu, sem er undirritað af Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara fyrir hönd embættisins: „Ef að endurupptökunefnd á að fjalla um vanhæfi umræddra tveggja dómara til að taka sæti í dómnum verður það ekki gert nema með því að nefndin taki upp hjá sér að komast að annarri niðurstöðu um hæfi dómaranna, en þeir komust að sjálfir þegar þeir tóku sæti í dómnum.“ Beiðni Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku framangreindra mála hefur hins vegar ekki verið afgreitt af endurupptökunefnd því skipun eins nefndarmanns rann út af Alþingi 16. maí á þessu ári og Alþingi gleymdi að kjósa nýjan í hans stað. Þá vék einn nefndarmaður, Ásgerður Ragnarsdóttir, sæti vegna vanhæfis. Varamaður hennar, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor, hafði ekki tök að á taka sæti í málinu vegna dvalar erlendis. Óvíst er því hvenær nefndin mun taka ákvörðun í málinu. Ætlað vanhæfi dómaranna tveggja var á meðal þess sem var til umfjöllunar í viðtali Vísis við Jón Steinar Gunnlaugsson í tilefni af útkomu nýrrar bókar hans. Viðtalið má nálgast í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira