Hafa skipt út öllum vörðum sín megin við landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 10:53 Hermenn Norður-Kóreu á sameiginlega öryggissvæðinu. Vísir/EPA Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri hafi skipt út öllum landamæravörðum sínum á sameiginlegu öryggissvæði á landamærum ríkjanna. Það hafi verið gert eftir að hermanni Norður-Kóreu tókst að flýja yfir landamærin á hlaupum og undir skothríð félaga sinna.Heimildarmaður Yonhap fréttaveitunnar innan leyniþjónustu Suður-Kóreu segir mögulegt að foringjum herdeildarinnar sem sjái um landamæravörsluna hafi verið refsað.Sameinuðu þjóðirnar segja að hermenn Norður-Kóreu hafi rofið vopnahléssamkomulag ríkjanna þegar atvikið átti sér stað þann 13. nóvember. Einn hermaður hljóp á eftir flóttamanninum yfir landamærin áður en hann áttaði sig á því og sneri við og nokkrir hermenn skutu yfir landamærin. Flóttamaðurinn var særður fimm sinnum og var í alvarlegu ástandi.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÁ sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna standa hermenn Norður- og Suður-Kóreu nánast andspænis hvorum öðrum og svæðið er mjög víggirt. Talið er að þetta sé í einungis þriðja sinn sem einhverjum tekst að flýja yfir landamæri á öryggissvæðinu síðan samið var um vopnahlé árið 1953. Í frétt Yonhap segir að aðgengi að öryggissvæðinu úr norðri hafi verið hert og náið sé fylgst með öllum þeim sem fari þangað Norður-Kóreumegin. Sex hermenn frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa fengið viðurkenningu fyrir að hafa skriðið að landamærunum og bjargað flóttamanninum, þar sem hann lá alvarlega særður skammt frá þeim. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndirSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Norður-Kórea Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri hafi skipt út öllum landamæravörðum sínum á sameiginlegu öryggissvæði á landamærum ríkjanna. Það hafi verið gert eftir að hermanni Norður-Kóreu tókst að flýja yfir landamærin á hlaupum og undir skothríð félaga sinna.Heimildarmaður Yonhap fréttaveitunnar innan leyniþjónustu Suður-Kóreu segir mögulegt að foringjum herdeildarinnar sem sjái um landamæravörsluna hafi verið refsað.Sameinuðu þjóðirnar segja að hermenn Norður-Kóreu hafi rofið vopnahléssamkomulag ríkjanna þegar atvikið átti sér stað þann 13. nóvember. Einn hermaður hljóp á eftir flóttamanninum yfir landamærin áður en hann áttaði sig á því og sneri við og nokkrir hermenn skutu yfir landamærin. Flóttamaðurinn var særður fimm sinnum og var í alvarlegu ástandi.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÁ sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna standa hermenn Norður- og Suður-Kóreu nánast andspænis hvorum öðrum og svæðið er mjög víggirt. Talið er að þetta sé í einungis þriðja sinn sem einhverjum tekst að flýja yfir landamæri á öryggissvæðinu síðan samið var um vopnahlé árið 1953. Í frétt Yonhap segir að aðgengi að öryggissvæðinu úr norðri hafi verið hert og náið sé fylgst með öllum þeim sem fari þangað Norður-Kóreumegin. Sex hermenn frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa fengið viðurkenningu fyrir að hafa skriðið að landamærunum og bjargað flóttamanninum, þar sem hann lá alvarlega særður skammt frá þeim. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndirSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat.
Norður-Kórea Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira