Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 23:34 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira