McMaster: Versta martröð þeirra sem haldnir eru andúð á Íslam innan Hvíta hússins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 23:30 HR McMaster, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Visir/AFP Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum. Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum.
Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira