McMaster: Versta martröð þeirra sem haldnir eru andúð á Íslam innan Hvíta hússins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 23:30 HR McMaster, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Visir/AFP Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum. Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum.
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira