Málþóf í tálmunarfrumvarpi 11. maí 2017 07:00 Í langflestum tilfellum eru það mæður sem tálma feðrum umgengni við börn sín. Ef frumvarpið yrði að lögum mætti fangelsa þær í allt að fimm ár fyrir brotin. Ólíklegt er talið að frumvarpið nái fram að ganga. Nordicphotos/Getty „Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
„Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira