Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:58 Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. Í gær var greint frá því að umsókn um afnot af tjaldstæði við Skógafoss vegna hátíðarinnar hefði verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleika á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. „Þau mál sem eru til umfjöllunar hjá héraðsnefndum Rangeyinga og Vestur-Skaftafellsýslu snúa að útfærslu tjaldstæða og almennrar þjónustu við hátíðargesti á landsvæði héraðsnefndanna austan við Skógá,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þeir aðilar sem koma að hátíðinni hafi mikla reynslu af skipulagningu viðburða af þessari stærðargráðu, meðal annars tónlistarhátíðinni Secret Solstice, og á þessum tímapunkti sé fullkomlega eðlilegt er að ekki séu öll leyfi komin, enda enn verið að vinna að lokaútfærslu svæðisins. Hún verður unnin í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu, svo sem sveitastjórnir og íbúa.Sjá einnig: Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi „Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa verið í nánum samskiptum við yfirvöld og þá aðila sem koma að leyfisveitingum. Næstu skref eru að halda áfram frekari samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu og uppfylla öll þau skilyrði sem hátíðinni eru sett. Áhersla er lögð á að vinna málið í góðri sátt við alla aðila á svæðinu.“ Allt skipulag hátíðarinnar miðast við að aðgengi ferðamanna að Skógafossi skerðist ekki á nokkurn hátt og er hátíðarsvæðið ekki sömu megin árinnar og aðgengi ferðamanna. Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss. Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. Í gær var greint frá því að umsókn um afnot af tjaldstæði við Skógafoss vegna hátíðarinnar hefði verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleika á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. „Þau mál sem eru til umfjöllunar hjá héraðsnefndum Rangeyinga og Vestur-Skaftafellsýslu snúa að útfærslu tjaldstæða og almennrar þjónustu við hátíðargesti á landsvæði héraðsnefndanna austan við Skógá,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þeir aðilar sem koma að hátíðinni hafi mikla reynslu af skipulagningu viðburða af þessari stærðargráðu, meðal annars tónlistarhátíðinni Secret Solstice, og á þessum tímapunkti sé fullkomlega eðlilegt er að ekki séu öll leyfi komin, enda enn verið að vinna að lokaútfærslu svæðisins. Hún verður unnin í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu, svo sem sveitastjórnir og íbúa.Sjá einnig: Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi „Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa verið í nánum samskiptum við yfirvöld og þá aðila sem koma að leyfisveitingum. Næstu skref eru að halda áfram frekari samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu og uppfylla öll þau skilyrði sem hátíðinni eru sett. Áhersla er lögð á að vinna málið í góðri sátt við alla aðila á svæðinu.“ Allt skipulag hátíðarinnar miðast við að aðgengi ferðamanna að Skógafossi skerðist ekki á nokkurn hátt og er hátíðarsvæðið ekki sömu megin árinnar og aðgengi ferðamanna. Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss.
Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45
The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00
The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05