Jón Þór flytur af stúdentagörðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 19:37 "Finnst rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda," segir Jón Þór. vísir/vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ákveðið að flytja úr íbúð fjölskyldunnar á Stúdentagörðunum. Hann segir rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og hans fjölskylda.Þetta kemur fram á vefsíðu hans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Jón Þór, sem er með rúmlega eina milljón króna í laun á mánuði, sé búsettur á stúdentagörðunum. Hann sagði að óeðlilegt væri ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðunum. „Það er konan mín sem leigir íbúðina ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ sagði Jón Þór.Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð.vísir/ernirFordæmið megi ekki verða að reglu Jón Þór segir nú á vefsíðu sinni að fjölskyldan muni flytja eins fljótt og verða megi. „Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.“ Jón Þór náði kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands. Hann segir að almennt réttmætt sé að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og að nú líði bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að hann yrði áfram í þingstarfinu. Þá tekur hann fram að búið sé að afnema að tekjur maka skerði lífeyri eldri borga frá almannatryggingum. Það sé gott réttindamál en að enn búi eldri borgarar og öryrkjar við tekjuskerðingar vegna sambúðar. „Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.“ Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun. Tengdar fréttir Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ákveðið að flytja úr íbúð fjölskyldunnar á Stúdentagörðunum. Hann segir rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og hans fjölskylda.Þetta kemur fram á vefsíðu hans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Jón Þór, sem er með rúmlega eina milljón króna í laun á mánuði, sé búsettur á stúdentagörðunum. Hann sagði að óeðlilegt væri ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðunum. „Það er konan mín sem leigir íbúðina ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ sagði Jón Þór.Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð.vísir/ernirFordæmið megi ekki verða að reglu Jón Þór segir nú á vefsíðu sinni að fjölskyldan muni flytja eins fljótt og verða megi. „Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.“ Jón Þór náði kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands. Hann segir að almennt réttmætt sé að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og að nú líði bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að hann yrði áfram í þingstarfinu. Þá tekur hann fram að búið sé að afnema að tekjur maka skerði lífeyri eldri borga frá almannatryggingum. Það sé gott réttindamál en að enn búi eldri borgarar og öryrkjar við tekjuskerðingar vegna sambúðar. „Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.“ Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun.
Tengdar fréttir Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00