Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 18:54 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. Hún kvaðst vona að það væri merki um að deilan væri að leysast að ráðherra væri að fara til fundar við deiluaðila. „En þetta er ekki merki um að ríkisvaldið ætli að stíga inn í deiluna og endurtek það að það er af og frá að við séum að fara í sértækar aðgerðir,“ sagði Þorgerður en ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að ríkisstjórnin sé tilbúin til að skoða almennar aðgerðir sem gagnast gætu fleiri stéttum. Frá því var greint í dag að heildartap ríkissjóðs af því að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa yrði um 730 milljónir króna á ári og þá yrðu sveitarfélög af um 330 milljónum króna í útsvarstekjur. Þorgerður vísaði í þessar tölur í kvöld en sagðist ekki vita hvað menn væru að tala um akkúrat núna í Karphúsinu. „En ég vona að menn séu að ná saman. Það er samt ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana,““ sagði ráðherra. Gera má ráð fyrir því að fundur í deilunni standi fram eftir kvöldi þar sem þess er freistað að ná samningi en sjómenn hafa nú verið í verkfalli í tvo mánuði með tilheyrandi tekjutap fyrir þá, fiskverkafólk og þjóðarbúið í heild. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14 Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. Hún kvaðst vona að það væri merki um að deilan væri að leysast að ráðherra væri að fara til fundar við deiluaðila. „En þetta er ekki merki um að ríkisvaldið ætli að stíga inn í deiluna og endurtek það að það er af og frá að við séum að fara í sértækar aðgerðir,“ sagði Þorgerður en ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að ríkisstjórnin sé tilbúin til að skoða almennar aðgerðir sem gagnast gætu fleiri stéttum. Frá því var greint í dag að heildartap ríkissjóðs af því að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa yrði um 730 milljónir króna á ári og þá yrðu sveitarfélög af um 330 milljónum króna í útsvarstekjur. Þorgerður vísaði í þessar tölur í kvöld en sagðist ekki vita hvað menn væru að tala um akkúrat núna í Karphúsinu. „En ég vona að menn séu að ná saman. Það er samt ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana,““ sagði ráðherra. Gera má ráð fyrir því að fundur í deilunni standi fram eftir kvöldi þar sem þess er freistað að ná samningi en sjómenn hafa nú verið í verkfalli í tvo mánuði með tilheyrandi tekjutap fyrir þá, fiskverkafólk og þjóðarbúið í heild.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14 Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51
Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14
Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42