Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2017 16:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. Frá þessu greinir RÚV. Flest bendir til að farið sé að sjá til lands í deilunni aðila og vonast bjartsýnustu menn til þess að gengið verði frá samningum í kvöld. Fundur samninganefndar sjómanna við útgerðina hófst klukkan 14 í dag en aðilar hafa skipst á tilboðum undanfarna daga. Sjómenn lögðu fram tilboð á mánudaginn sem útgerðin svaraði með gagntilboði. Því tilboði var hafnað af sjómönnum í gær sem sögðu fyrra tilboð sitt standa. Samkvæmt heimildum RÚV berjast sjómenn áfram fyrir því að fá skattafslátt af fæðispeningum.Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu er varða fæðispeninga sjómanna og sömuleiðis dagpeninga. Samkvæmt útreikningum ráðuneytisins er heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum um 2,3 milljarðar króna á ári miðað við gildandi kjarasamninga. Í því mati, sem ráðuneytið áréttar að sé lauslegt, er miðað við að fjöldi lögskráningardaga sjómanna sé 1,5-1,6 milljónir daga á ári og að fæðispeningar séu að jafnaði 1.500 krónur á dag. Áætlað tekjutap ríkisins af þeirri fjárhæð, yrði hún undanþegin skatti eins og sjómenn vilja, er um 730 milljónir króna á ári. Til viðbótar myndu sveitarfélögin tapa um 330 milljónum króna í útsvarstekjum samkvæmt útreikningum ráðuneytisins. Í tilkynningu ráðuneytisins segir jafnframt: 1. Sjómenn fá greidda fæðispeninga skv. kjarasamningum og eru þeir breytilegir eftir stærð skipa. Þeir greiða tekjuskatt og útsvar af reiknuðum fæðispeningum, sem eru skilgreindir sem sérstök hlunnindi. Fæðispeningar eru frádráttarbær rekstrarkostnaður hjá útgerðinni og af þeim er greitt tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. 2. Dagpeningagreiðslur eru miðaðar við að verja þurfi dagpeningum að fullu til uppihalds, þ.m.t. kostnaðar vegna fæðis. Það er síðan skattyfirvalda að meta hvort á móti þessum dagpeningum standi nægilega há útgjöld með hliðsjón af árlegu skattmati. 3. Almennt háttar svo um aðra launþega að þeir borga fyrir fæði sem vinnuveitandi tryggir þeim, t.a.m. í mötuneytum, með tekjum sem þegar hafa verið skattlagðar. Verkfall sjómanna Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. Frá þessu greinir RÚV. Flest bendir til að farið sé að sjá til lands í deilunni aðila og vonast bjartsýnustu menn til þess að gengið verði frá samningum í kvöld. Fundur samninganefndar sjómanna við útgerðina hófst klukkan 14 í dag en aðilar hafa skipst á tilboðum undanfarna daga. Sjómenn lögðu fram tilboð á mánudaginn sem útgerðin svaraði með gagntilboði. Því tilboði var hafnað af sjómönnum í gær sem sögðu fyrra tilboð sitt standa. Samkvæmt heimildum RÚV berjast sjómenn áfram fyrir því að fá skattafslátt af fæðispeningum.Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu er varða fæðispeninga sjómanna og sömuleiðis dagpeninga. Samkvæmt útreikningum ráðuneytisins er heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum um 2,3 milljarðar króna á ári miðað við gildandi kjarasamninga. Í því mati, sem ráðuneytið áréttar að sé lauslegt, er miðað við að fjöldi lögskráningardaga sjómanna sé 1,5-1,6 milljónir daga á ári og að fæðispeningar séu að jafnaði 1.500 krónur á dag. Áætlað tekjutap ríkisins af þeirri fjárhæð, yrði hún undanþegin skatti eins og sjómenn vilja, er um 730 milljónir króna á ári. Til viðbótar myndu sveitarfélögin tapa um 330 milljónum króna í útsvarstekjum samkvæmt útreikningum ráðuneytisins. Í tilkynningu ráðuneytisins segir jafnframt: 1. Sjómenn fá greidda fæðispeninga skv. kjarasamningum og eru þeir breytilegir eftir stærð skipa. Þeir greiða tekjuskatt og útsvar af reiknuðum fæðispeningum, sem eru skilgreindir sem sérstök hlunnindi. Fæðispeningar eru frádráttarbær rekstrarkostnaður hjá útgerðinni og af þeim er greitt tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. 2. Dagpeningagreiðslur eru miðaðar við að verja þurfi dagpeningum að fullu til uppihalds, þ.m.t. kostnaðar vegna fæðis. Það er síðan skattyfirvalda að meta hvort á móti þessum dagpeningum standi nægilega há útgjöld með hliðsjón af árlegu skattmati. 3. Almennt háttar svo um aðra launþega að þeir borga fyrir fæði sem vinnuveitandi tryggir þeim, t.a.m. í mötuneytum, með tekjum sem þegar hafa verið skattlagðar.
Verkfall sjómanna Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira