FIFA ánægðir með vel heppnaða álfukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júlí 2017 15:15 Ríkjandi heimsmeistarar Þjóðverja unnu álfukeppnina og verða að teljast líklegir til árangurs næsta sumar Getty Images Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38
Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55
Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00
Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53
Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41