Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Starfsmenn þingsins glöddust þegar mynd af Mugabe var tekin niður af vegg í þingsalnum. Nordicphotos/AFP Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira