Sneru vélinni við vegna veðurs Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2017 15:15 Vélin var komin langleiðina að Bíldudal, þegar ákveðið var að snúa henni aftur til Reykjavíkur. vísir/Egill Aðalsteinsson Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“ Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“
Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52
„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51
Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24