„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2017 13:51 Gunnlaugur Grettisson segir bilunina mikið áfall. vísir/óskar p. friðriksson „Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn. Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
„Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn.
Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41