„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2017 13:51 Gunnlaugur Grettisson segir bilunina mikið áfall. vísir/óskar p. friðriksson „Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn. Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn.
Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41