„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2017 13:51 Gunnlaugur Grettisson segir bilunina mikið áfall. vísir/óskar p. friðriksson „Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn. Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn.
Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41