Prófessorar í íslensku ósammála um kynhlutleysi í tungumálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:19 Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira