United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 16:49 Verksmiðja United Silicon. Forsvarsmenn United Silicon segja að leita þurfi að upptökum arsenmengunar víðar en hjá verksmiðjunni. Hæsta gildi arsenmengunar megi til að mynda mögulega skýrast af notkun flugelda um áramót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá United Silicon þar sem gerðar eru athugasemdur við fréttaflutning þess efnis að arsenmengun frá verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík hafi mælst um tuttugu sinnum meiri en heimild sé fyrir í starfsleyfi verksmiðjunnar. Samvæmt mati á umhverfisáhrifum var gert ráð fyrir að arsenmengun færi mest í 0,32 ng/m í andrúmslofti en í tilkynningunni segir að arsenmengun hafi mælst um 1ng/m3 fyrri hluta árs og fram í september en í október, áður en verksmiðja USi tekur til starfa um miðjan nóvember, hækkaði þetta gildi í loftsýnum upp í um 6ng/m3. Gera forsvarsmenn United Silicon athugasemd við frétt RÚV þess efnis að arsenmengun sé liðlega tuttugu sinnum meiri en heimild sé fyrir í starfsleyfi verksmiðjunnar.Flugeldar mögulega hluti af skýringunni Segja þeir að leita þurfi upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni. Benda þeir á að hæst hafi gildi arsenmengunar mælst í lok desember og segir í tilkynningunni að það kunni að skýrast af noktun flugelda um áramót. Þá segir einnig að mælistöðin við Hólmgeirsbraut sé staðsett sunnan við verksmiðju United Silicon. Í tilkynningunni er einnig bent á að frá október og fram í lok desember var sunnanátt ríkjandi á svæðinu og því stóðu vindar í átt að verksmiðjunni en ekki frá henni.Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa farið fram á það við Umhverfisstofnun að verksmiðjunni verði lokað þangað til að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar vegna mengunar en í tilkynningunni segir að „hálfu verksmiðjunnar hefur að undanförnu verið lögð áhersla á lagfæra og endurbæta búnað verksmiðjunnar til að tryggja að hvorki starfsmönnum hennar né íbúum í nágrenninu standi heilsufarsleg ógn af rekstri hennar.“ Þá hvetja stjórnendur United Silicon til þess að „menn gefi sér tíma til að leita skýringa á uppruna þeirrar mengunar sem mælst hefur á Suðurnesjum áður en hrapað er að ályktunum.“ Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Forsvarsmenn United Silicon segja að leita þurfi að upptökum arsenmengunar víðar en hjá verksmiðjunni. Hæsta gildi arsenmengunar megi til að mynda mögulega skýrast af notkun flugelda um áramót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá United Silicon þar sem gerðar eru athugasemdur við fréttaflutning þess efnis að arsenmengun frá verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík hafi mælst um tuttugu sinnum meiri en heimild sé fyrir í starfsleyfi verksmiðjunnar. Samvæmt mati á umhverfisáhrifum var gert ráð fyrir að arsenmengun færi mest í 0,32 ng/m í andrúmslofti en í tilkynningunni segir að arsenmengun hafi mælst um 1ng/m3 fyrri hluta árs og fram í september en í október, áður en verksmiðja USi tekur til starfa um miðjan nóvember, hækkaði þetta gildi í loftsýnum upp í um 6ng/m3. Gera forsvarsmenn United Silicon athugasemd við frétt RÚV þess efnis að arsenmengun sé liðlega tuttugu sinnum meiri en heimild sé fyrir í starfsleyfi verksmiðjunnar.Flugeldar mögulega hluti af skýringunni Segja þeir að leita þurfi upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni. Benda þeir á að hæst hafi gildi arsenmengunar mælst í lok desember og segir í tilkynningunni að það kunni að skýrast af noktun flugelda um áramót. Þá segir einnig að mælistöðin við Hólmgeirsbraut sé staðsett sunnan við verksmiðju United Silicon. Í tilkynningunni er einnig bent á að frá október og fram í lok desember var sunnanátt ríkjandi á svæðinu og því stóðu vindar í átt að verksmiðjunni en ekki frá henni.Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa farið fram á það við Umhverfisstofnun að verksmiðjunni verði lokað þangað til að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar vegna mengunar en í tilkynningunni segir að „hálfu verksmiðjunnar hefur að undanförnu verið lögð áhersla á lagfæra og endurbæta búnað verksmiðjunnar til að tryggja að hvorki starfsmönnum hennar né íbúum í nágrenninu standi heilsufarsleg ógn af rekstri hennar.“ Þá hvetja stjórnendur United Silicon til þess að „menn gefi sér tíma til að leita skýringa á uppruna þeirrar mengunar sem mælst hefur á Suðurnesjum áður en hrapað er að ályktunum.“
Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17
„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58
Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58
Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00
Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31