„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 13:58 Verksmiðja United Silicon er afar umdeilt. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“ Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“
Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17
United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01
Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58
Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00