United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Haraldur Guðmundsson skrifar 16. mars 2017 09:17 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett um miðjan nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi. Mikilvægt sé að nú þegar verði í varúðarskyni stigin markviss skref til að ná betri tökum á rekstri kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík hvað varðar mengunarvarnir. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar er vísað í svarbréf United Silicon, sem Fréttablaðið fjallaði um, sem barst stofnuninni eftir að hún hafði áformað að fram skyldi fara verkfræðileg úttekt á rekstrinum, í kjölfar óhappa tengdum lyktarmengun og reykhreinsun, en um 300 kvartanir hafi borist frá íbúum á þeim fjórum mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfrækt, en þar var velt upp spurningum um jafnræði við ákvarðanatöku. „Boðaðar aðgerðir Umhverfisstofnunar um óháða verkfræðilega úttekt og takmörkun á starfsemi verksmiðjunnar að óbreyttu, eru í svarbréfi Sameinaðs Silíkons [United Silicon] taldar óþarflega íþyngjandi fyrir fyrirtækið. Á það fellst Umhverfisstofnun ekki. [...] Umhverfisstofnun telur jákvætt að rekstraraðili vinni að því að greina vandamál í rekstri verksmiðjunnar og setji fram úrbótatillögur bæði með samstarfi við framleiðanda mengunarvarnabúnaðar og með öðrum utanaðkomandi sérfræðingum. Stofnunin óskar eftir að fá allar upplýsingar er út úr þeirri greiningarvinnu munu koma um leið og þær liggja fyrir og geta þær upplýsingar haft áhrif á umfang þeirrar verkfræðilegu úttektar sem stofnunin hefur boðað,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Starfsfólk stofnunarinnar telur ekki nægilegar upplýsingar fram komnar til að falla frá þeim áformum sem tilgreind voru í bréfi til fyrirtækisins þann 21. febrúar. Í því segir að fara þurfi fram verkfræðileg úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. „Stofnunin mun því á næstu vikum leita eftir tilboðum í slíka úttekt. Rekstraraðili verður upplýstur um umfang úttektarinnar og úttektaraðila áður en af henni verður. Í bréfi United Silicon til Umhverfisstofnunar þann 7. mars óskuðu stjórnendur kísilversins eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þar hörmuðu þeir að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en sögðu hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ sagði í bréfi United Silicon. Tengdar fréttir Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi. Mikilvægt sé að nú þegar verði í varúðarskyni stigin markviss skref til að ná betri tökum á rekstri kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík hvað varðar mengunarvarnir. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar er vísað í svarbréf United Silicon, sem Fréttablaðið fjallaði um, sem barst stofnuninni eftir að hún hafði áformað að fram skyldi fara verkfræðileg úttekt á rekstrinum, í kjölfar óhappa tengdum lyktarmengun og reykhreinsun, en um 300 kvartanir hafi borist frá íbúum á þeim fjórum mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfrækt, en þar var velt upp spurningum um jafnræði við ákvarðanatöku. „Boðaðar aðgerðir Umhverfisstofnunar um óháða verkfræðilega úttekt og takmörkun á starfsemi verksmiðjunnar að óbreyttu, eru í svarbréfi Sameinaðs Silíkons [United Silicon] taldar óþarflega íþyngjandi fyrir fyrirtækið. Á það fellst Umhverfisstofnun ekki. [...] Umhverfisstofnun telur jákvætt að rekstraraðili vinni að því að greina vandamál í rekstri verksmiðjunnar og setji fram úrbótatillögur bæði með samstarfi við framleiðanda mengunarvarnabúnaðar og með öðrum utanaðkomandi sérfræðingum. Stofnunin óskar eftir að fá allar upplýsingar er út úr þeirri greiningarvinnu munu koma um leið og þær liggja fyrir og geta þær upplýsingar haft áhrif á umfang þeirrar verkfræðilegu úttektar sem stofnunin hefur boðað,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Starfsfólk stofnunarinnar telur ekki nægilegar upplýsingar fram komnar til að falla frá þeim áformum sem tilgreind voru í bréfi til fyrirtækisins þann 21. febrúar. Í því segir að fara þurfi fram verkfræðileg úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. „Stofnunin mun því á næstu vikum leita eftir tilboðum í slíka úttekt. Rekstraraðili verður upplýstur um umfang úttektarinnar og úttektaraðila áður en af henni verður. Í bréfi United Silicon til Umhverfisstofnunar þann 7. mars óskuðu stjórnendur kísilversins eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þar hörmuðu þeir að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en sögðu hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ sagði í bréfi United Silicon.
Tengdar fréttir Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39
Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47
Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58
United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45
Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent